20.12.2008 | 22:38
Ég mótmæli eða ég andmæli svo er líka hægt að veita meðmæli. Það eru að koma jól...
Mig langar svo að vera jákvæð enda dagurinn með eindæmum fallegur og skemmtilegur.
Mig langar því að veita eftirfarandi fólki mín bestu meðmæli:
1. Vilhjálmur Bjarnason fyrir áræðni og athygli á ástandi og aðferðum.
2. Jóhanna Sigurðardóttir fyrir að sjá að Samfylkingin er í vondum málum og tjáir sig því lítið.
3. Björn Bjarnason fyrir að þora að andmæla og mótmæla óreiðumönnum sem vildu hann feigan.
4. Bjarni Benediktsson fyrir að velja þjóðarhag umfram viðskiptahagsmuni sína.
5. Eygló Harðardóttir fyrir að tala um Samvinnuhreyfingu án þess að skammast sín fyrir fortíðina.
6. Egill Helgason fyrir að setja alla undir sama nálaraugað.
7. Stefán Ólafsson fyrir að gera kannanir sem voru eftir allt sannar.
8. Gylfi Magnússon fyrir að sjá á undan öðrum að bankarnir voru gjaldþrota
9. Davíð Oddsson fyrir að vara við græðginni og yfirganginum.
10. Þráinn Bertelsson fyrir að sjá aftur til sólar.
11. Hallgrímur Helgason fyrir að viðurkenna að hann hafði á röngu að standa um auðmenn.
12. Agnes Bragadóttir fyrir að þora að mótmæla forsetanum.
13. Kastljósfólkið fyrir að rannsaka hrunið og skilanefndir.
14. Bloggarar sem skrifa undir sínu fulla nafni og þora að standa á sannfæringu sinni.
Sjáið það er hægt að sjá ljósið í myrkrinu.
Góða helgi.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Má ég bæta Jónínu Benidiktsdóttur við sem hefur verið ein hataðasta kona landsins og vill bæta í með því að ganga í Framsóknarflokkinn.
Kristján Sigurður Kristjánsson, 20.12.2008 kl. 23:13
Tek undir það sem stendur í þessari upptalningu.
Samt er ég ekki alveg að skilja að þeir sem ekki skrifa undir fullu nafni standi ekki á sannfæringu sinni.
Það geta verið margar ástæður fyrir því að fólk hafi ekki fullt nafn á bloggi sínu...
Á meðan fólk er ekki að níða og "ausa drullu" yfir aðra að þá sé ég ekkert að því að skrifa undir "dulnefni" ...
ThoR-E, 20.12.2008 kl. 23:15
Það er rétt ACe
Kristján ég er enn hötuð en þeim fækkaði sem betur fer :-) En ég óttast ekki að fara ótroðnar slóðir eins og aðrir frumkvöðlar. Ég er nefnilega hrútur. En fólk má bæta við nöfnum sem það vill sjá laga til í þessu fallega landi okkar sem af vangá missti sig í veisluhöldum og auðmannadýrkun.
Jónína Benediktsdóttir, 20.12.2008 kl. 23:25
AF bloggi Kristjáns um dóm Jóns Ólafssonar. Hann er ekki hrifinn af Framsókn greinilega frekar en ég var. En svona er þetta Kristján varla viltu Samfylkinguna eða VG ? Mistúlkun þín að mínu mati er þessi: Sjálfstæðisflokkurinn og Framsókn misstu völdin í landinu til Kaupþings og Baugs svo seinna til Samson.
"Þessi dómur er klárlega í andstöðu við dóm Hæstaréttar Ríkislögreglustjóri gegn Skattrannsóknarstjóra frá því fyrr á árinu og skrifað er um hér neðar á síðunni.
Sennilega er hann þó í samræmi við lög og hugmyndina um réttarríki. Það þykir ekki góð latína á Íslandi.
Njála hefur stundum verið nefnd sem dæmi um lagahefð Íslendinga. En atburðir Njálu fjalla um atburði sem gerður fyrir 1262 áður en Framsóknar og Sjálfstæðisflokkurinn tóku völdin á landinu."
Jónína Benediktsdóttir, 20.12.2008 kl. 23:30
Noh, það er bara búið að lauma Davíð Oddssyni inn í meðmælabréfið. Maðurinn er búinn að klúðra öllu sem hægt er að klúðra, sem sögulega lengst sitjandi Forsætisráðherra, svo Utanríkisráðherra og Seðlabankastjóri. Nú er maðurinn bara orðinn eins saklaus og lamb í haga.
Jón Gunnar Bjarkan, 20.12.2008 kl. 23:46
Ég starfaði í Framsóknarflokknum í 15 ár. Eftir að Halldór tók saman við Davíð Oddsson varð ég alltaf reiðari og reiðari. Það er athyglisvert að leifarnar af framsókn sem blogga leifa ekki athugasemdir á sínu bloggi vegna þess að það fólk á ekki annars von en hroða. Það var sem ég átti við þegar þú vildir bæta í hatur þitt.
Mér finnst að fólk eigi ekki að skrifa um persónur mér finnst það væmið, en ég verð þó að segja um virðulega frú Jónínu Benidiktsdóttir að hún hefur þurft að þola opinberleg kynferðisleg svigurmæli, ofsóknir, hatur, afflutning, ofl. Ekkert hefur dugað þetta er eins og að stappa ofan á mink um leið og skórinn hafnar í jörðinni er minkurinn við hliðina á skónum.
Varðandi héraðsdóminn SAK/JÓ getur hann ekki verið annað en réttur og yrði mikið áfall ef honum yrði snúið við í HR. Og Hr. dómurinn rangur miðað við það réttarfar "sem kom að utan" eins og allt annað nýtilegt.
Takk fyrir að mega skrifa hér.
Kristján Sigurður Kristjánsson, 21.12.2008 kl. 00:14
Þakka þér Ace. Eins og talað úr mínum munni / skrifað á mitt lyklaborð:"...þeir sem ekki skrifa undir fullu nafni standi ekki á sannfæringu sinni"."...margar ástæður fyrir því að fólk hafi ekki fullt nafn...""... meðan fólk er ekki að níða og "ausa drullu" .... sé ég ekkert að því að skrifa undir "dulnefni" ..."Fyrirgefðu Jónína að ég troði mínu hér á þína síðu. Takk fyrir að gera margt sem ég þori, kann eða get ekki.
Beturvitringur, 21.12.2008 kl. 00:25
Afar góð og tímabær spurning Benedikt...
Hafsteinn Viðar Ásgeirsson, 21.12.2008 kl. 01:26
Sælir Benedikt og Hafsteinn
Viljið þið byrja á fyrsta dæminu? Þá tók Davíð út peninga úr KB- banka , þegar honum ofbauð subbuskapurinn. Við getum haldið áfram ef þið viljið.
Kv.
Sveinbjörn
Sveinbjörn Kristjánsson, 21.12.2008 kl. 03:22
Hann hefur mótmælt yfirgangi þessara manna stöðugt síðan 2003. Ef einhver ætti að vera fúl út í Davíð þá er það ég, hann neitaði alltaf að hlusta á mig, eða hitta mig. Ég er samt ekki það sjálfhverf að ég hafi ekki lesið og hlustað á það sem hann hefur verið að segja. Ólíkt öllum öðrum stjórnmálamönnum fyrir utan Björn Bjarnason þá þorði hann að leggja í þá. Ég er handviss um að hann er í dag jafn reiður Kjartani Gunnarssyni og hann er Hreini Loftssyni. Davíð kyssir ekki vöndinn og eigum við almenningur ekki heldur að gera. Stjórnmálaflokkar á íslandi eru eins og trúarbröð !!
Ég er heppin að hafa það val að geta flutt til 3 landa án þess að þurfa að hafa áhyggjur af tungumáli eða menningu. En mig langar að búa hér en ef þetta bull heldur áfram þá er það bara ekki hægt.
Benedikt ég er viss um að Davíð gefur út sínar viðvaranir sjálfur en vissulega reyndi hann að fylgja skömmum ativinnulífsins með því að tala hér ekki niður bankana. En hann á örugglega margar heimilidir en ég hefði viljað að hann hefði ekki hörfað undan álaginu sem því fylgdi að vera hann. Allt sem hann segir er mistúlkað af Samfylkingarfólki meðan forstjóri FME má viðurkenna að hafa rannsakað Stim í 1 ár en ekkert fundið og enginn segir neitt !! Finnst fólki þetta í lagi út frá velferð landsmanna ?
Jónína Benediktsdóttir, 21.12.2008 kl. 07:18
Það er áhugaverð hugmynd hjá þér að fara í Framsóknarflokkinn og sækjast þar eftir að vera í forystusveit til að breyta þessu spilltasta greini landsins eins og ég hef löngum kallað þetta flokksskrípi.
Ég reyndi þetta fyrir nokkrum árum sjálfur, en þegar þeir heyrðu af því að ég væri kominn með rúmlega 2000 manns sem ætluðu að ganga með mér í flokkinn til að vinna Finn Ingólfsson í varaformannsskjöri, þá lokuðu þeir fyrir nýskráningar í flokinn og við komumst hvergi.
Aðrir, m.a. framsóknarkonur á Útvarpi Sögu, hafa talað opinberlega um reynslu sína af atkvæðum sem "gleymdust" í skókössum í mikilvægum "kosningum" innan Framsóknarflokksins.
Einn kunningi minn segir Framsóknarmenn með "rottueðli" (eftir honum haft orðrétt) og að ekki sé hægt að breyta slíku eðli, rottur sæki ávallt í ræsið og þannig hafi það verið í þúsundir ára. Umræddur kunningi minn óttast að flokkseigendafélagi Framsóknar takist að spilla þínum góðu áformum á stuttum tíma og þú verðir fljótlega orðin samhljóma framsóknarpillingunni.
Ég vona svo sannarlega að ofangreindur vinur minn hafi rangt fyrir sér, og þú getir rekið spillingaröflin á dyr hjá Framsóknarflokknum. En hvernig ætlarðu að koma þeim úr flokknum, henda þeim út á götu af fundum Framsóknar eins og mér var varpað á dyr hjá Opnum borgarafundi?
Ástþór Magnússon Wium, 21.12.2008 kl. 16:51
Nei en ef ekki núna þá aldrei. Fólkið í flokkum sér þetta.
ég er ekkert endilega á leið í framboð sjálf heldur vildi ég sjá þennan vettvang sem leið fyrir aðra sem komast ekki að í öðrum fjölmennari flokkum. Svo veit ég ekkert hvernig það gengur.
Jónína Benediktsdóttir, 21.12.2008 kl. 18:24
Þú átt endilega að fara í framboð. Þér mun ganga vel. Hvort það er innan Framsóknarflokksins eða annarsstaðar þá ekki hugsa þig um tvisvar láttu slag standa og farðu í framboð.
Það getur verið eitthvað til í því eins og kunningi minn heldur fram að erfitt sé að breyta gömlum flokki sem búinn er starfa svo lengi með spillinguna í öllum hornum. Þú þarft allavegana mikinn styrk til þess og það gerir þú varla nema þá sem formaður flokksins.
Skora á þig í formannskjörið. Tilvalið að láta reyna á það. Ef þú nærð ekki formannskjörinu er eins líklegt að hægt verði að skrifa það á hræðsluna innan Framsóknaflokksins að fá nýtt fólk til forystu.
Í framhaldinu getur þú metið stöðuna og hvar þú býður þig fram við næstu alþingiskosningar, og ég spái að þú kæmir sterkt út hvar í flokki sem þú stendur.
Ástþór Magnússon Wium, 21.12.2008 kl. 19:38
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Þú ert innskráð(ur) sem .
Innskráning