20.12.2008 | 17:40
Af hverju Framsóknarflokkurinn ?- Af hverju ekki ?
Margir hafa hringt og skrifað mér og skilja ekki upp né niður í því af hverju ég gekk í Framsóknarflokkinn. Hér vil ég útskýra það í nokkrum atriðum. Málið er velúthugsað og bið ég fólk um að hugsa ekki í gömlum gildum á nýjum erfiðum tímum.
1.
Í fjölda ára hef ég reynt að ná eyrum Sjálfstæðisflokksins, sem ég var í, til vitundarvakningar um krosseignar og krossskuldatengds í íslensku viðskiptalífi. Yfirskuldsett fyrirtæki, fjármálastofnanir og önnur fyrirtæki í eigu (oft falið) bankanna. Samþjöppun og ólöglegt athæfi við bókhald. Ég hef reynt að skrifa um þetta við engan áhuga Sjálfstæðismanna. Þeir óttuðust að kerfið sem þeir buðu hefði brugðist. Svo er ekki. Eftirlitið brást sem og þeir sem fengu frelsið til þess að fara vel með það.
Þegar stjórnmálamenn hlusta ekki á raddir kjósenda sinna hætta þær að heyrast, þær fara annað.Það hefur gerst núna. Ríkisstjórnin er rúin trausti.
Þúsundir sjálfstæðismann hafa flúið flokkinn vegna þess hve innmúraður hann er og óaðlaðandi. Sjálfstæðisflokkurinn er að mínu mati hrútleiðinlegur stjórnmálaflokkur og yfirborðskennd öfgaöfl til hægri gera tiltrú mína á honum litla sem enga. Það eru hinsvegar einstaklingar sem ég kysi aftur á morgun, en það fólk er ekki í framboði til framtíðar, enda stefna flokksins flótti inn í faðmlag sem getur sett þessa þjóð endanlega á hvolf að mínu mati.
2.
Engin önnur stjórnmálastefna hentar Íslandi í dag, en framsóknarstefnan.Ég hef kynnt mér hana vel og sé að hér er á ferð stefnuskrá sem gæti byggt hér á jöfnuði og fallegu mannlífi.
Framsóknarflokkurinn hefur hnigið vegna spillingaflanna og á ekki uppreisn æru nema með 360 gráða viðsnúningi.Byrja á því að viðurkenna þessi öfl sem vond og svæla þau úr flokknum með öllum ráðum og dáðum. Núna !
Öll þessi innanflokks framboð í formann og varaformann sem og ritara munu aldrei koma flokknum á réttan kjöl. Það þarf að velja fólk til forustu sem er tilbúið að líta framhjá klíkum og bandalögum og vinna fyrir óánægða Íslendinga. Þeir eru framtiðarkjósendur Íslands ekki forhertir viðskiptajöfrar Framsóknarflokksins sem dregið hafa til sín milljarða með braski og undirförli.
Það fólk sem hefur unnið sem ráðgjafar fjölmiðla og annarra eftir bankahrunið þarf að stíga fram og bjóða fram þekkingu sína og reynslu innan vébanda Framsóknarflokksins. Þar er einhverju hægt að breyta í það minnsta. Ef ekki þá þurrkast flokkurinn út.
Ég er ein af þeim sem tel mig getað breytt pólitíkinni á Íslandi og mun setja mig á þann lista.
Ég veit að þetta fólk er til og svo er að sjá hvort það sé tilbúið. Ég auglýsi eftir Stefáni Ólafssyni og Vilhjálmi Bjarnasyni sem og Þorvaldi Gylfasyni og Valgerði Bjarnadóttur og svo mætti legni telja. Þetta fólk þarf að leggja Framsóknarflokknum lið í að koma hér á fót landslagi sem lifandi er við.
Við höfum ekki efni, sem þjóð, á pólitísku bulli. Það hafa allir vitibornir menn fengið nóg af slíku. Kjósum á krísutímum fyrst og fremst fólk en ekki bara flokka. Fólk sem sameinast í bandalagi um framsóknarstefnuna, hvar í pólitík sem þetta fólk hefur verið. Viðreisn samfélagsins hefur ekkert með pólitík að gera, það er liðin tíð. Við gerðum mistök í þeirri tilraun.
Auðvitað eru margar fleiri ástæður fyrir því að ég valdi að vinna með þessu góða fólki í Framsóknarflokknum og ég kann vel við mig þar.
Mér er vel tekið og á fólk er hlustað í flokknum, enda er flokkurinn kominn á botninn.
Galið ? Má vera en við galnar aðstæður þarf galna hugsun út fyrir ramma sem löngu er fallinn um sjálfan sig.
skráning er á framsokn.is
Bjóðið fram krafta ykkar núna og kjósum fólk undir merkjum Framsóknarflokksins.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Gott hjá þér Jónína!
Þó ég hafi aldrei kosið Framsókn er aldrei að vita nema ég geri það ef þú ert í framboði.
Vilhelmina af Ugglas, 20.12.2008 kl. 17:57
Gallinn við XD hann að virðist hafa tekið stefnuna á skrifræði og ráðstjórn. Gildi eins og jöfn tækifæri allra Íslendinga og stétt með stétt horfin og stefnan í átt að miðju eða í hina áttina út fyrir hægri. Ég tel að um minnst 230.000 þúsundir kjósendur í næstu kosningum munu ekki geta krossað við nein flokkanna sem er í dag eða forystu þeirra ef fer fram sem horfir. Fólk er ekki að biðja um loforð, það er að biðja um lífsskilyrði og fyrirbyggjandi framkvæmdir. Vandamálið í dag er að flokkarnir í dag eru ekki þjóðin nema í orð þegar það hentar þeim. Við þurfum ekki bara að fá nýja Banka heldur virðist allt líta út fyrir að við þurfum nýja flokka fyrir okkar skoðanir.
Júlíus Björnsson, 20.12.2008 kl. 19:00
Doris vá hvað þú ert málefnaleg. Aumkunarverður talsmaður afla sem heilaþvegið hafa þjóðina í áratug. Farðu af blogginu mínu ég nenni ekki að tala við þig aumi nafnlausi leynipenni. Það er nóg komið af ykkur lygurum. Ekki hafið þið hjálpað Jóhannesi og fjölskyldu með þessu bulli ykkar svo mikið er víst.
Jú það er mikill fengur fyrir framsóknarflokkinn að fá mig til liðs við sig. Þú þekkir það ekkert.
Júlíus ég byggði nýtt fyrirtæki á gjaldþrota rústum. Það tókst ! Þetta er líka hægt og mikið auðveldara en að stofna nýjan flokk, það er mín skoðun í það minnsta :-)
Jónína Benediktsdóttir, 20.12.2008 kl. 22:10
Góðan dag Jónína.
Ert þú sammvinnumaður?
Ert þú afl sem getur endurvakið þau góðu gildi sem voru, gildi samvinnustefnunnar?
Ég vona það svo sannarlega.
Og ef svo er - þá er von fyrir framsóknarflokkinn.
Kveðja
Hannes Bjarnson
Hannes Bjarnason, 20.12.2008 kl. 22:45
Ég er hægri krati og þeir vilja samvinnu þvi án hennar skapast óvægið valdaójafnvægi sem kemur af stað misskiptingu. Misskipting leiðir aftur af sér fátækt og það þjóðfélag er ekki bara óréttlátt heldur afsannar það þá kenningu frjálshyggjunnar að markaðurinn sjái sjálfur um sig. Við Íslendingar höfum sannað það eins og allir vita. En ávalt þarf að dreifa valdinu og sjá til þess að lýðræðið sé virkt. Það er það erfiðasta í dag, eða ná valdinu aftur til þingsins frá auðvaldinu.
Jónína Benediktsdóttir, 20.12.2008 kl. 23:07
Jónína þín skoðun er virðingarverð þú átt þitt Logo. En mín skoðun byggir meðal annars á lið 1. og því að á næstu árum verður ekkert kjósenda "Goodwill" fyrir þeim "Logos" sem tengjast því sem blasir við í ljósi reynslunnar af sömu "Logos".
Júlíus Björnsson, 20.12.2008 kl. 23:13
Góðan dag Jónína
Sennilega þarf framsóknarflokkurinn "hægri krata" til að leiðrétta stefnu sem hefur einkennst af óhóflegri einkavæðingu. Það hefur ekki verið mikill munur á íhaldi og framsóknarflokknum seinasta áratug - vonandi verður þar breyting á.
Vonandi heyrist frá þér á landsvísu - ég óska þér góðs gengis.
Kveðja
Hannes Bjarnason
Hannes Bjarnason, 21.12.2008 kl. 11:47
ansk - á maður að skoða þetta
Jón Snæbjörnsson, 21.12.2008 kl. 15:39
Kannski ég halli mér aftur að Framsókn, þó ég hafi ekki gert slíkt í tuttugu ár.
Takk fyrir góða síðu.
Þráinn Jökull Elísson, 21.12.2008 kl. 17:18
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Þú ert innskráð(ur) sem .
Innskráning