20.12.2008 | 12:53
Það hvíslaði að mér fugl.
Reynsluleysi og heimáttuháttur varð íslensku bönkunum erlendis að falli (þeim var lokað), það er þeim sem ekki hafa verið afhentir gæðingum fyrrum bankaforkólfa líkt og í New York.
Alþjóðavædd mannauðsstjórnun, skilningur á hraða viðskiptalífsins, loforð og svik ráðherra gerði Seðlabankann í Lúxemborg sem og fjármálaeftirlitið þar agndofa. Íslandi var ekki treyst í landi þar sem mikið aðhald er haft á bankastarfsemi og hún eins sjálfsögð og sjávarútvegurinn er/var hér !Lánaloforð stóðu á sér vegna hiks og flumbruháttar viðskiptaráðherra.
Íslenskir ráðherrar eru annað hvort reynslulausir drengir, líkt og viðskiptaráðherra eða þá hafa þeir verið í stjórnmálum of lengi. Stjórnsýsluséní Samfylkingarinnar sérstaklega, og kunnu ekki leikreglur alþjóðlegra viðskipta. Menntaelíta sem skilur ekki eðli nútímalegra viðskiptahátta, hvað þá mikilvægi þess að taka af skarið. Öll þjóðin líður vegna reynsluleysis eða getuleysis í ákvarðanatökum.
Óreiðumennirnir voru flúnir hvort eða var. Flúnir með peningana sína frá Lúxemborg.
Ef fólki er talið trú um að aðeins "glæpamenn" geymi peningana sína í Lúxemborg þá er það misskilningur. Það er ekkert að því að velja erlenda banka í hnattrænu umhverfi, sé rétt að farið, og hvernig gat þetta fólk trúað því að Ríkisstjórn Íslands væri svo skinskroppin að kunna ekki að halda lífi í tveimur bönkum ?
Stórslys átti sér stað í Lúxemborg. Ríkið átti að róa að því öllum árum að halda bönkunum gangandi, með öllum ráðum og dáðum, þó ekki væri nema upp á framtíðarímynd landsins.
Það þarf að kjósa þetta hálf eða heil lamaða fólk í einhver rólegri embætti, helst eitthvað undir jökli.
Ísland þarfnast forustu sem byggir á reynslufólki og hugsjónafólki sem veit að það er fyrir löngu búið að hnattvæða þennan annars galna heim.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 14:06 | Facebook
Athugasemdir
góð ábending, en ég hef engin völd Rúnar minn og verð því að standa vaktina svona í bili.
En vissulega þarf að laga þarna til og ég trúi því og treysti að fleiri en við sjáum það. 5% fylgi segir það sem segja þarf.
gott að fá svona komment hér.
Takk takk
jb
Jónína Benediktsdóttir, 20.12.2008 kl. 16:51
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Þú ert innskráð(ur) sem .
Innskráning