20.12.2008 | 10:35
Milestone afskriftir og nýtt eignarhald. Hvar eru gögnin um fyrirtækið sem þú varst að "selja" Birna ?
Af fréttaflutningi um afskriftir Milestone og áframhaldandi eignarhlut fyrrum eiganda þurfum við tafarlaust að sjá rekstraráætlun um framtíðarsýn þeirra bræðra ?
Í ljósi aðkomu þeirra að hruni bankanna og samkrulli við skuldugasta einstakling landsins, er til of mikils mælst að skuldagreiðendur (almenningur) félagsins fái að glugga í þau gögn sem liggja að baki ákvarðana í svo stóru máli og svo miklum afskriftum ?
Við erum nokkur sem viljum gjarnan fá að lesa uppgjörsgögnin, Birna, Árni og/eða skilanefnd Glitnis. Hvar má finna þau ?
Það er aldrei að vita nema við, í sameiningu, hefðum getað boðið betur og treyst okkur í að reka þetta fyrirtæki á faglegri nótum.
Getur Karl Werners ef til vill verið með kynningu fyrir okkur um framtíðarsýn félagsins OKKAR ?
Hefði ef til vill verið ódýrara fyrir þjóðina að fara fram á gjaldþrot og að taka bú bræðranna til gjaldþrotaskipta ?
Það sjáum við ekki frekar en nokkuð annað sem þið eruð að gera í bönkunum.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 10:40 | Facebook
Athugasemdir
Sæl Jónína.
Velkomin aftur, ég er ánægður með að fá þig aftur inn í bloggheimana,og inn í Framsóknarflokkinn. Vonandi hittumst við þar einhvern tíman á fundi.
Einar Vignir Einarsson, 20.12.2008 kl. 11:29
Já það er fundur í kvöld sem ég kemst því miður ekki á. En takk fyrir þetta Einar Vignir. Nú þarf að kveðja spilta ímynd flokksins með afgerandi hætti.
Jónína Benediktsdóttir, 20.12.2008 kl. 12:33
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Þú ert innskráð(ur) sem .
Innskráning