Meira gamalt og gott en grátlega trúverðugt núna...
Markaðurinn, "viðskiptablaðið" sem fylgir Fréttablaðinu í dag, er eitt allsherjaráróðursblað fyrir þá sem eiga allt sitt undir sjálftökuliðinu í viðskiptalífinu og auðvitað fyrir sjálftökulið sjálft.
Björn Ingi hefur fundið auðveldan vettvang til þess að leiðrétta "misskilninginn" um aðkomu hans sjálfs að REI! Bjarni talar eins og þjóðin sé á hausnum vegna þess að almenningur lét ekki yfir sig ganga eina ferðina enn.
Dettur einhverjum í hug að Bjarni hafi haft hag Reykvíkinga í huga þegar hann var að kynna GGE í London og væntanlega yfirtöku GGE á eigum almennings í REI ? GGE getur ekki einu sinni klára hlutabréfaútboð sitt í dag hvað þá að greiða milljarða til OR. Peningarnir eru búnir.
Viðtalið við Bjarna Ármannsson vekur vonandi stjórnvöld, eftirlitsstofnanir og dómstóla til lífsins. Er eitthvað eftir í Glitni ?
Sjálfstæðisfólk sem ekki er í sjálftökudeild fyrirtækja eða opinberra stofnana nú þarf sem aldrei fyrr að standa vörð um sjálfstæði þjóðarinnar. Fólk sem hefur fyrir löngu komið ár sinni fyrir á öðrum skútum, í öðrum löndum er að gera grín af okkur í þessu blaði. Er ekki komið nóg af glansmyndinni og glannaskapnum.
Stöndum vörð um það litla sem eftir er.
Látum þá ekki gleypa það líka. American Airlines fær ekki nema að litlum hluta að vera í eigu útlendinga. Hvað með Icelandair ? Stolt þjóðarinnar í gegnum árin ? Getur ríkið ekki keypt það, og bankana, og fjölmiðlana, og önnur þau fyrirtæki sem búið er að moka út úr öllu sem verð er í og aðeins skelin stendur tóm eftir á Íslandi. (mín í svartsýniskasti eftir lestur Fréttablaðsins enda á forsíðu 18 karlar, ein kona í auglýsingu og fullt af rollum) Ojbarasta.
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.