22.4.2008 | 23:48
Sigurður Einarsson Kaupþingi /hafa bankarnir veikt stöðu íslenska ríkisins eftir allt ?
7. mars skrifar formaður stjórnar Kaupþings, Sigurður Einarsson, grein í Fréttablað og segir að Kaupþing hafi ekki farið of geyst í fjárfestingum.
"Ef ég lít til baka á fjárfestingar Kaupþings á ég erfitt með að sjá að við höfum almennt farið of geyst í fjárfestinum okkar."
"Ég leyfi mér að efast um að staða Kaupþings væri betri nú ef við hefðum ekki keypt þessi fyrirtæki".
Í ljósi nýjustu greiningar FR í dag um lækkandi lánshæfismat ríkissjóðs og smæð hans gegn íslenska bankakerfinu, mætti þá spyrja.
Fór Kaupþing of geyst gagnvart íslenska ríkinu og íslensku þjóðinni.
Var ekkert eftirlit haft með þessum hraða vexti hjá Fjármálaeftirlitinu ?
Sennilega hafa bankarnir tekið hér völdin eins og ýmsir sjá.
Sigurður segir í sömu grein að miklum verðmætum hafi verið skilað frá bönkunum inn í íslenskt þjóðfélag.
Það var og. Það lítur út fyrir að bankarnir hafi veikt stöðu íslenska ríkisins ef marka má síðustu greiningar útlendinganna sem forkólfar bankanna segja að séu bara öfundsjúkir út í okkar gríðarlega hagvöxt!
Athugasemdir
Það er dálítið undarlegt, ef talnaspekingar annarra landa, svosem í Danmörku, Bretlandi og víðar, skuli allir vera öfundarmenn og öll þeirra komment og athugasemdir bara prump og öfund. Íslensku bankarnir með sínar "fjárfestingar" í útlöndum eru ekkert frábrugðnir spilafíklum í Las Vegas og stór hluti af "fjárfestingunni" er ekkert annað en rússnesk rúlletta. Skaðinn sem verður, mun ekki bitna á gírugum stjórum þessarar útrásardellu, svo mikið er víst. "Papermoney" ævintýrið er á enda og blákaldur verleikinn blasir við, hvað svo sem "snillingarnir" segja.
Halldór Egill Guðnason, 23.4.2008 kl. 09:59
Eftir lestur viðtalsins við Bjarna Ármannsson í dag í Markaðinum má álíta svo á að þú hafir hárrétt fyrir þér Halldór. Vonandi lesa þingmenn þessa lands þetta viðtal sem og eftirlitsstofnana yfirenn og dómarar einnig. Hér er allt leyfilegt og eðlilegt og bara viðskipti ef gengið er út frá niðurstöðum stofnana landsins og reyndar er almenningur á sama máli. Þetta eru svo æðislega góðir gæjar allir sem einn. Já of forsetinn hampar þessum skrípaleik öllum í ræðu og riti og fólk gapir af aðdáun. Fáir þora að segja múkk eða hafa ekki þorað það lengi. Nú er sjálfstæði Íslands kennt um glannaskapinn og því að stjórnvöld hafa ekki reynt að moka skuldunum inn í Evrópusambandið. Hvað næst ?
Markaðurinn, sem fylgir Fréttablaðinu í dag, er eitt alsherjar áróðusblað fyrir Samylkinguna og aðra sem eiga allt sitt undir sjálftökuliðinu í viðskiptalífinu.
Jónína Benediktsdóttir, 23.4.2008 kl. 10:33
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.