Sonur eins olíufurstans hefur lagt einn milljarð í 59 milljóna hlut í Glitni á genginu 16,9.
Flottur strákur á mynd, ef það segir þá eitthvað.
Hann keypti ekki bara einhver bréf út í loftið heldur bréf í bankanum sem hann hefur nýlega verið ráðinn til. Ráðinn til þess að stjórna (vonandi ber framkvæmdastjóri enn ábyrgð á fjármálum samkvæmt lögum) einni mikilvægustu deild bankans; hagsmunir ALLRA hluthafa bankans eru í hans höndum.
Einmitt!!
Hvort er mikilvægara að fylgjast með þegar Kristinn Þór selur bréf sín í Glitni eða kaupir meira í Glitni ?
Hvort er nauðsynlegra, fyrir aðra hluthafa í bankanum, að fylgjast með því þegar Kristinn rekur fólk úr deildinni eða ræður nýtt fólk inn ?
Hvaðan fær Kristinn Þór vald sitt í deildinni ? Frá stjórn (þar sem hann sat áður) eða hluthöfum sem, líkt og hann sjálfur, vilja hámarka hagnað sinn og ekkert annað!
Er hann að gæta eigin hagsmuna eða hagsmuna annarra hluthafa þegar hann selur bréfin sín ? Klúðrið í SPRON ætti að hræða fjárfesta en fólk er fljótt að gleyma.
Gætir hann hagsmuna starfsfólksins sem veit að sá sem ræður er sá sem á peningana ? Varla.
Verða ákvarðanir teknar í samráði við alla stjórn bankans, út frá hagsmunum allra hluthafa, eða á fámennum fundi á búllu í London þar sem Kaupþing og Baugur eru með skrifstofur í samkrulli, líkt og í flest öllu sem þessi fyrirtæki gera ? Á búllum þar sem Kristín Pétursdóttir, fyrrverandi starfs-stúlka Kaupþings, fann sig ekki einu sinni á, eða fékk ekki að leika með !! ( viðtal við Evu Maríu í Kastljósi)
Eða, það sem er áhugaverðast við uppstokkun á eignarhaldi í Glitni, er enn ein valdabaráttan hafinn um "Íslandsbanka" ?
Í þetta skipti, reyndar, er ekkert til þess að berjast um nema skuldir og lán til stjórnenda þrátt fyrir yfirlýsingar erlendis um góða fjárhagsstöðu. Því skulda menn þá ?
Það er í leikritinu "Banka Blekkingin" sem Kaupþingsmenn hafa alltaf sett á fót, eins og með eignarhaldinu á Búnaðarbankanaum, Byr og SPRON, til þess að villa um fyrir markaðinum og stjórnvöldum, sem Kristinn Þór leikur hlutverk í.
Honum, líkt og öðrum sem tóku lán til þess að vera með í "Banka Blekkingunni" , verður vonandi ekki ýtt af sviðinu á ósvífinn hátt.
Skemmst er að minnast tap einstaklinga sem tóku sér stöðu í vonlausu FL Group ævintýrinu til þess að ná völdum í Glitni en misstu svo allt sitt og meira til.
Þeim hefur tekist það vel hingað til Kaupþing/Baugs mönnum að fá til sín leppa.
Bankaviðskipti snúa ekki lengur um viðskipti heldur hvaða drengur er tilbúinn að lána kennitöluna sína fyrir milljarðinum sem án efa fékkst að láni hjá Kaupþingi/Glitni/Byr/ SPRON til þess svo að kaupa bréf í fyrirætkinu sem lánaði.....þreytandi maður!
Starfsfólk fjármála og rekstrarsviðs Glitnis mætir örugglega á réttum tíma í vinnuna og viðrar varla skoðanir sínar á rekstri bankans þegar framkvæmdastjórinn hampar milljarða eign sinni.
Sjálf hef ég fundið mér duglegasta bankamann allra tíma í Glitni. Mann sem gerir hlutina á ljóshraða, blaðrar ekki um ónauðsynlega hluti og er alltaf á sínum bási.
Ég segi ekki nokkrum manni hvað hann heitir því þeir væru ekki lengi að gleypa hann "hákarlarnir" og skemma hann fyrir mér.
(Ég reyndi að opna debetreikning í Landsbankanum fyrir fyrirtækið mitt en var hafnað. Gjaldþrota einstaklingar fá lífstíðardóm í Landsbanka Íslands, nema þá þeir sem eiga bankann!!)
Mæli með hnetum "nuts"!! . Offramboð er á þeim þessa dagana.
Þær eru vinsælar meðal stjórnenda/eigenda Kaupþings/Glitnis og hækka í verði innan tíðar.
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.