Veit einhver hvað þeir eiga ? Viðtalið við Kristínu Pétursdóttur hjá Evu Maríu!!

Bréfin í fyrirtækjunum sem bankarnir hafa keypt á yfirverði og með hávaxtalánum hafa verið metin og verðlögð af þeim sjálfum. Þeir hafa langa sögu af því að blekkja minni hluthafa með ársreikningum og yfirlýsingum.

Ekki er fótur fyrir verðmati forstjóra og "bónusráðgjafanna" í bönkunum á eignum fyrirtækjanna út frá venjulegum reikningsreglum um eignir/ skuldir, ársveltu, afskriftum, hvað þá ef gerð eru hefðbundin reikningsgildi út frá væntanlegri arðsemi fyrirtækjanna. 

Eigið fé bankanna er blekkingin ein ef marka má stöðuna á litlum gjaldeyrsforða þeirra þar sem um 80% rekstrarins er sagður í erlendri mynnt!!

Skýringin gengur ekki upp.

Kaupþing hefur séð um öll útboð Baugs á félögum inn í Kauphöllina. Ekki í einu tilfelli hefur greiningin og verðmiðinn á þeim félögum staðist skoðun. Það er áhugavert að rifja upp umsagnir Kaupþingsmanna á félögum tengdum Exista og Baugi.

Væntingar og loforð, allt byggt á blekkingum.

Ekkert félaganna í Kauphöllinni sem þessir aðilar hafa verðlagt hefur staðist verðmatið.Hvernig eru því eignir bankanna reiknaðar ?

Málið er einfelt, hjá Kaupþingi og í Glitni eru það sömu gaurarnir sem setja verðmiða á bréfin og eiga auk þess stærstan hluta þeirra. Þess vegna er ekkert að marka eignir bankanna frekar en eignir einstakra fyrirtækja sem bankarnir byggja afkomu sína á.

Lífeyrissjóðirnir, sem Kaupþing mest allra bankanna nýtur góðs af, eru líka of hátt verðmetnir út frá eignasafni þeirra í bönkunum.

Af hverju ?

Jú það þurfti að veðsetja þá til þess að fá meira lán. Spurningin er því þessi hvaða hag hafa stjórnendur lífeyrissjóðanna á því því að Kaupþing verðmeti bréfin sem sjóðirnir hafa fjárfest í ? Sitja stjórnendur lífeyrissjóða við sama hringborð og Sigurður Einarsson og Hreiðar Már ? Borðið þar sem verðmiðinn er settur á allt Ísland ? Hafa þeir persónulegan hag af því að taka þátt í þessu leikriti bankans ?

Mæli með viðtalinu við Kristínu Pétursdóttur hjá Evu Maríu á sunnudagskvöldið.

Spurningin eftir viðtalið er þessi: hvernig gastu leikið í þessu leikriti svona lengi ?

Þú fékkst ekki einu sinni að vera með á sviðinu á stundum þar sem ákvarðanirnar voru teknar.

Talaðu meira stelpa, segðu söguna alla! Hvert var sviðið sem þér var bannað að stíga inná og af hverju?

Þetta er áskorun frá okkur hinum, til þín Kristín Pétursdóttir, konunum sem viljum inn á sviðið en á okkar fosendum. 


mbl.is Umfang fjármálakerfisins hefur vaxið hratt
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Þóra Guðmundsdóttir

Tek undir áskorun þína á Kristínu Pétursdóttur.

Þóra Guðmundsdóttir, 15.4.2008 kl. 14:28

2 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Sammála. Takk fyrir pistla.

Jenný Anna Baldursdóttir, 15.4.2008 kl. 14:49

3 Smámynd: Baldur Fjölnisson

Ég hjó eftir einu hjá Ingibjörgu Sólrúnu á álþingi í dag, hún sagði að staða bankanna væri góð - skv. upplýsingum þeirra sjálfra. Kannski hefur hún talað af sér hver veit en opinbera línan frá Geir og dýralækninum virðist hafa verið að þetta sé allt í þessu fína samkvæmt bókunum. En þeir skilja greinilega ekki eigið bókhald og/eða eru lygasjúkir því þeir hjakka endalaust á því að ríkissjóður sé skuldlaus þegar hann er það alls ekki eins og finna má út með því að skoða hjá seðlabankanum erlenda stöðu þjóðarbúsins. Þar kemur fram að staða ríkissjóðs gagnvart útlöndum sé neikvæð um 243 milljarða um síðustu áramót. Þannig að frá glæparannsóknalegu sjónarmiði er þetta mjög grunsamlegt. Það eru tveir mjög nærtækir möguleikar - 1. að lygarar séu að kóa með öðrum lygurum hvað fjárhagslega stöðu bankanna varðar og 2. að menn sem alls ekkert vit hafa á bókhaldi séu á grundvelli eigin þekkingarskorts og greindarskorts að blaðra upp og votta bókhald annarra. Góðar stundir.

Baldur Fjölnisson, 15.4.2008 kl. 19:45

4 Smámynd: Heimir Lárusson Fjeldsted

Tek undir áskorun ykkar Þóru á Kristínu.

Heimir Lárusson Fjeldsted, 15.4.2008 kl. 20:08

5 Smámynd: Jónína Benediktsdóttir

Þeir "eiga" endurskoðunina líka!

Jónína Benediktsdóttir, 15.4.2008 kl. 22:21

6 Smámynd: Baldur Fjölnisson

Ja, "endurskoðendurnir" duttu nú ekki beinlínis random ofan úr himninum. Við verðum að nálgast þetta frá glæpafræðilegum forsendum. Þú þarft bara að vinna málið áfram á grundvelli mafíunnar sem stjórnar þessu geðveika kerfi. Good luck.

Baldur Fjölnisson, 15.4.2008 kl. 23:09

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband