Til Hallgríms Helgasonar/ Lygasögurnar í Herðubreið og "sannleikurinn"

 

Hallgrímur Helgason þú veist, frá fyrstu hendi, hvernig Baugsmálið hófst!
Ég sagði þér það sjálf !!

Sá sannleikur hentar augljóslega ekki í stríði þínu, fyrir hönd Samfylkingarinnar, við Davíð Oddsson, Jón Steinar og Styrmi.

Nú ert þú samt alveg mát Hallgrímur, því Karl Th Birgisson er uppvís af tómum lygum í Herðubreið. Flokks málgagninu þínu.

Styrmir kom aldrei nálægt lögreglurannsókninni á Baugi. Hann vissi ekki af henni frekar en ég og Jón Gerald. Jón Gerald afhenti lögreglu gögn, lögreglan fékk húsleitarheimild, svo alvarleg voru gögnin. Ætti samfélagið ekki að fagna því að slíkir viðskiptahættir séu litnir alvarlegum augum af yfirvöldum ?

Þvert á móti fannst okkur Jóni Geraldi að ritstjórinn vildi varla trúa þeim gögnum sem hann fékk um beiðnir Tryggva Jónssonar um að falsa reikninga fyrir milliuppgjör Baugs, hvað þá uppgjörsgögnum frá Jim Schafer um viðskiptahætti Baugsmanna í Flórida og tilkynningar til Kauphallarinnar sem munaði milljónum. Sennilega vildi Styrmir kanna það hvort Tryggvi Jónsson hefði aðra sögu að segja en við tvö, líkt og alvöru blaðamenn gera. Hann bauð Tryggva í mat. Tryggvi var á þessum tíma iðinn við að segja mönnum að ég væri “geðveik” ,Jón Gerald slæmur viðskiptafélagi og Jim Schafer þjófur.

Væri það rétt er eitt á tæru, við skálduðum ekki bókhald Baugsmanna á erfiðum tímum í rekstrinum í kringum aldamótin. Um það sá fámennur hópur og hélt þeim upplýsingum frá stjórn félagsins eins og yfirheyrslurnar sanna.

Styrmir hafði/hefur undir höndum fullt af gögnum sem hefðu getað komið sér afar illa fyrir Baugsmenn en hann birti þau aldrei frekar en Baugsmiðlar hafa gert.

Friðhelgi Baugsmanna á Íslandi er einstök. Hvað veldur því ?

Hallgrímur skrifar hinsvegar í grein í Fréttablaðinu í dag 22. mars.
“Okkur ber öllum skylda til að segja sannleikann um það þjóðfélag sem við byggjum. Heilsa þess veltur á því að við horfum ekki framhjá þeim illu veirum sem á það herja heldur göngum í að einangra þær. Heilög skylda hvers Íslendings er að segja en ekki þegja, búi hann yfir upplýsingum sem varða almannaheill, jafnvel þótt síðari kosturinn sé þægilegri, og jafnvel þótt sá fyrri þýði trúnaðarbrot við tveggja manna tal.”

Eiga þessi orð þín Hallgrímur ekki líka við um Jón Gerald og mig ?
Áttum við að láta sem ekkert væri þegar við sáum, heyrðum og vissum hvað gekk á og augljóst er mörgum nú, en því miður allt of allt of seint.

(Tap Fl Group 70-80 milljarðar, útlán til stjórnenda Glitnis upp á 80 milljarða, meðal annars, gæti gert út af við hagkerfi þessarar þjóðar.)

Sérðu enn þann dag í dag ekki af hverju Jón Gerald ákvað að kæra Baugsmenn til lögreglu ? Af hverju gerir þú svona lítið úr honum ? Hann er þræl klár strákur.
Hefur þú lesið yfirheyrslurnar yfir Baugsmönnum, Sigfúsi í Heklu, Eiríki Sigurðssyni og fleirum sem birtust á Eyjunni ?
Eru heimildarmenn þínir og Karls TH. aðeins þeir Hjálmar Blöndal, Hreinn Loftsson jafnvel Sigurður G Guðjónsson, Tryggvi Jónsson, Jón Ásgeir og jafnvel Jóhannes eða ættir þú ef til vill að spyrja Þorstein Pálsson sjálfan áður en þú skrifar grein um þá lygasögu sem borin er á borð eina ferðina enn í málinu ?
Hættu nú þessu væli og bulli, þú ert fínn rithöfundur en ömurlegur viðskiptaálitsgjafi. Þú mættir alveg biðja fólk afsökunar á því hvernig þú tengir allt sem allir segja um málið við Davíð Oddsson. Davíð sá örugglega eins og við hætturnar við þessa viðskiptahætti.

Við Jón Gerald þekkjum hann ekki neitt, höfum aldrei við manninn talað.

Styrmir gerði ekkert annað en að hjálpa mér aðeins bæði við þýðingar sem ég sendi Jim vegna fréttar á RÚV sem var della höfð eftir Tryggva Jónssyni en Styrmir neitaði að birta t.d. viðtal við Jim Schafer um uppspunann í kringum Bonus Dollarstores. Hann taldi málið það alvarlegt og að það ætti ekki heima í dagblaði.

Þar vorum við Jón Gerald og Jim Schafer mjög óssamála honum og erum enn.

Það gjaldþrot fékk aldrei alvöru umræðu í fjölmiðlum. Fjölmiðlar voru hræddir að skrifa “sannleikann”.

Sjálf hef ég aldrei verið spurð um upphaf Baugsmálsins! Tengsl Baugs við Kaupþing (Sigurð og Hreiðar Má) og Glitni (Bjarna Ármannsson). Vonandi kannar FME þau tengsl vandlega líkt og í Bandaríkjunum nú þegar FBA og Fjármálaeftirlitið þar rannsakar hvort saknæmt sé að lána til húsnæðiskaupa án trygginga og hverjir maka krókinn á þeim lánum sem pakkað var inn og seld út um allan heim ?

Þetta er mjög áhugaverð rannsókn fyrir íslensk stjórnvöld. Eins hvort að skelfilegt gengi krónunnar sé vegna gjaldeyriskaupa bankanna fyrir milliuppgjör þeirra nú í apríl ?
Taka íslensku bankarnir stöðu gegn íslensku krónunni með gjaldeyriskaupum sínum til þess eins að selja eftir milliuppgjörið í apríl, og um leið refsa þeir íslenskum neytendum fyrir trúmennskuna ?
Ég held að Kaupþing og Glitnir geri það.
Það kemur í ljós.

Hættu nú Hallgrímur áður en þú missir allt það “goodwill” sem þú þó hefur sem einn besti rithöfundur Íslands. Ef ekki sá besti.
Ekki hefur Mogginn gert lítið úr þeim hæfileikum þínum með lygasögum um þig og alls ekki Jón Gerald og ég!


 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Predikarinn  -  Cacoethes scribendi

Sæl. Góður pistill. Tek undir þennan pistil hjá þér allan. Morgunblaðið gaf nú nýlega í skyn að fiskur lægi undir steini með hvers vegna hriktir í krónunni okkar. Hvatti Morgunblaðið þingmenn til að krefja Björgvin viðskiptaráðherra formlegra svara á Alþingi. Þeir vita nákvæmlega á Morgunblaðinu hvers vegna jörðin skalf svona undir krónunni. Þeir hafa rétt fyrir sér með að krefja viðskiptaráðherra um svörin. Hann hefur vald til að kalla eftir upplýsingum sem við hin höfum ekki.

Hér er enn nýrri leiðari sem kemur inn á þetta :

"

Fimmtudaginn 20. mars, 2008 - Ritstjórnargreinar Skortur á gagnsæi
Í gær voru miklar sviptingar á hlutabréfamarkaði og gjaldeyrismarkaði. Fram eftir degi varð einhver mesta lækkun á verði hlutabréfa, sem hér hefur orðið, en nokkru fyrir lok markaðarins batnaði staðan.
Í gær voru miklar sviptingar á hlutabréfamarkaði og gjaldeyrismarkaði. Fram eftir degi varð einhver mesta lækkun á verði hlutabréfa, sem hér hefur orðið, en nokkru fyrir lok markaðarins batnaði staðan.

Fram eftir degi stefndi í einhverja mestu lækkun á gengi krónunnar, sem um getur frá því að núverandi kerfi var tekið upp, en hið sama gerðist og á hlutabréfamarkaði. Nokkru fyrir lok gjaldeyrisviðskipta lagaðist staðan töluvert.

Síðdegis í gær spurði hver annan hvað hefði verið að gerast. Við þeim spurningum fengust engin skynsamleg svör. Sumir sögðu að Seðlabankinn hefði blandað sér í gjaldeyrisviðskiptin skömmu fyrir lokun en svo var ekki. Aðrir töldu að einhver aðili hefði verið að innleysa mikinn hagnað á gjaldeyrismarkaði. Enn aðrir töldu að bankarnir hefðu gripið til sinna ráða á hlutabréfamarkaðnum til þess að stöðva frjálst fall hans. Hvað er rétt og hvað er rangt í þessum vangaveltum er nokkuð, sem hinn almenni borgari getur engar upplýsingar fengið um.

Er sjálfsagt að þessi viðskipti séu svona ógagnsæ? Í viðskiptum með hlutabréf á hinum formlega hlutabréfamarkaði er mikil áherzla lögð á, að allir hluthafar í viðkomandi félagi, sem skráð er á markað, sitji við sama borð um upplýsingar. Sitja þeir við sama borð? Hvernig stendur á því, að þessi markaður er ekki eins og opin bók? Hvernig stendur á því, að ekki er hægt að sjá þegar í stað hvaða aðilar hafa svo mikil áhrif á markaðinn eins og augljóst var um miðjan dag í gær að einhver hafði?

Hið sama á við um gjaldeyrismarkaðinn. Hvernig stendur á því, að það liggja ekki fyrir opinberar upplýsingar um hvaða viðskipti það eru, sem hafa leitt til stórfelldrar gengislækkunar krónunnar að undanförnu? Og hvernig stendur á því, að það er ómögulegt að vita hvað gerðist á gjaldeyrismarkaðnum í gær, sem sneri stöðu krónunnar við?

Þetta eru ekki gagnsæ viðskipti. Þetta eru mjög ógagnsæ viðskipti. Í ljósi margvíslegra reglna, sem gilda um hlutabréfamarkaðinn hér, er í raun og veru fáránlegt hversu ógagnsær hann er þrátt fyrir allt. Og hið sama má segja um gjaldeyrismarkaðinn.

Það er alveg ljóst að langflestir þeirra, sem stunda viðskipti, hvort sem er á hlutabréfamarkaði eða gjaldeyrismarkaði, eru að þreifa sig áfram í myrkri. Þeir hafa engar raunverulegar upplýsingar um hvað þar er að gerast. Fámennur hópur manna veit hins vegar hvað er að gerast. Eru þetta sanngjarnar leikreglur? Eru þetta eðlilegar leikreglur? Tæplega."

Predikarinn - Cacoethes scribendi , 22.3.2008 kl. 18:43

2 Smámynd: Predikarinn  -  Cacoethes scribendi

Hér kemur greinin þar sem Morgunblaðið spyr spurninganna eins og hvert sópuðust fjármunir við þessar gengisfellingar, hvað komhenni af stað og hvaða einstaklingar eru að hagnast á því ?

"Hverjir hagnast?Gengi krónunnar hefur lækkað mikið í þessari viku og þeirri síðustu. Þessi mikla gengislækkun kemur illa við hinn almenna borgara. Innflutningsverð á nauðsynjavörum hækkar, og í sumum tilvikum mikið, vegna þess að erlendur gjaldmiðill verður dýrari. Nú er bensínverð orðið óheyrilega hátt og þar er á ferðinni samspil milli verðhækkana á olíu og gengisbreytinga.

Þeir fjölmörgu Íslendingar, sem hafa kosið að fjármagna húsnæðiskaup sín með erlendum lánum, verða fyrir barðinu á gengislækkun krónunnar. Lán þeirra stórhækka í erlendum myntum.

Verðhækkanir bæði vegna gengislækkunar og vegna verðhækkana í útlöndum keyra verðbólguna upp. Það þýðir að verðtrygging innlendra lána hækkar.

Gengislækkun undanfarinna daga sópar gífurlegum fjármunum frá almennum borgurum til einhverra annarra – en til hverra?

Það er nauðsynlegt að það verði leitt í ljós. Hverjir hafa séð sér hag í því að undanförnu að selja svo mikið af krónum að krónan hefur lækkað í verði? Það hefur verið meira framboð en eftirspurn. Eru það innlendir aðilar?

Bæði ríkisstjórn og Seðlabanki ættu að taka höndum saman um að upplýsa almenning á Íslandi um, hverjir það eru, sem þessa dagana hagnast á lækkandi gengi íslenzku krónunnar. Með því er ekki sagt að það sé neitt athugavert við þessi viðskipti en það er æskilegt að stór viðskipti af þessu tagi fari fram fyrir opnum tjöldum og séu gagnsæ. Er það ekki sjálfsagt? Eru ekki allir aðilar að fjármálamarkaðnum sammála um mikilvægi þess, að viðskiptin séu gagnsæ?

Það er ekki auðvelt að fá þessar upplýsingar. Morgunblaðið hefur leitazt við að fá þær fram í dagsljósið á undanförnum dögum en það gengur erfiðlega. Hver bendir á annan en engu að síður er athyglisvert að þeir, sem á annað borð benda á einhvern, benda á innlenda aðila – ekki útlenda.

Þetta er slíkt alvörumál fyrir þjóðina alla að þessar upplýsingar verða að koma fram. Það liggur beint við að einhver þingmaður beri þessa fyrirspurn fram á Alþingi. Ráðherrar verða að svara fyrirspurnum á Alþingi. Og það er skylda alþingismanna að standa vörð um hagsmuni kjósenda sinna.

Það verður spennandi að fylgjast með því, hvort einhverjir þingmenn á Alþingi bregðast við þessari ábendingu og beini fyrirspurn til viðskiptaráðherra. Það stendur yfirleitt ekki á svörum frá þeim ráðherra.

Hér er hins vegar um grafalvarlegt mál að ræða, sem krefst skjótra svara. Vonandi stendur ekki á viðskiptaráðherra að veita þau."

Predikarinn - Cacoethes scribendi , 22.3.2008 kl. 18:52

3 Smámynd: Ásgerður Jóna Flosadóttir

Sæl Jónína, alltaf gaman að lesa pistlana þín. það er mikið til af fólki sem vill ekki heyra sannleikann, hann hentar þeim ekki. Orð þín eru svo sannarlega í tíma töluð.  Skammist ykkar bara þið sem ekki viljið heyra sannleikann.

Með páskakveðjum til þín og fjölskyldu þinnar.

Ásgerður Jóna Flosadóttir

Ásgerður Jóna Flosadóttir, 22.3.2008 kl. 19:04

4 Smámynd: Jónína Benediktsdóttir

Predikarinn er greindur og sér samhengi hlutanna. Vildi að hann héti eitthvað annað þó !!

Takk mér er það hinsvegar ekkert ljúft að svara fyrir allar þessar sögur Ásgerður mín, en það fer upp í vana. Ég vildi gjarnan bara fá frið og láta dómstóla um málin. En meðan reyni ég að svara fyrir lygar og óþverra sem lagður er á saklaust fólk, vini mína t.d.

Gangi þér vel með allt þitt duglega kona!! 

Jónína Benediktsdóttir, 22.3.2008 kl. 21:45

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband