22.3.2008 | 09:23
Þetta er skelfilegt! Hvar er íslenska sendinefndin núna ?
Hvað óttast Kínverjar við lýðræðið ?
Þeir hafa ekkert að óttast vestrænt lýðræði snýst sjaldnast um frelsi einstaklingsins, núorðið.
Lýðræðið opinberast mér í græðgi og yfirgangi örfárra lygalaupa yfir auðlindum, starfsfólki og fjármagni landa, ekki bara vestrænna heldur líka þriðja heimsins.
Alþjóðasamfélagið þarf að líta framhjá viðskiptahagsmunum auðmanna í Kína og mótmæla þessum mannréttindabrotum. Neytendur fá ekki ódýrari vöru þó hún sé framleidd í þrælabúðum barna í Kína. Afgangurinn fer í alþjóðaútrás gróðagæjanna í heiminum.
Það er vont ef blanda þarf saman ólimpíuleikunum og svona skelfilegri misbeitingu á saklausu fólki. Sennilega er það rétt sem sumir halda fram að best væri að þjóðir heimsins kæmu sér saman um að sniðganga ólimpíuleikana. Sjálfri finnst mér það sárt því það er fátt skemmtilegra, finnst mér, en horfa á keppni í frjálsum íþróttum á ólimpíuleikum.
Hvar eru allir þessir íslensku Kínaaðdáendur, erindrekar viðskiptalífsins, eins og forsetinn og fleiri, geta þeir ekki komið vitinu fyrir mennina ? Íslendingar hljóta að hafa gríðarleg ítök þarna miðað við myndbirtingar fjölmiðla af heimsóknum til Kína í gróðaskini. Svo ekki sé talað um allar skuldir bankanna við útlönd vegna kaupa á erlendum stórfyrirtækjum.
Kínverjar sem eru jú friðelskandi fólk umfram flesta aðra.
Æi mér finnst þetta sorglegt.
Hótað hörðum refsingum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Takk fyrir þessar hugrenningar Jónína...
Mikið væri gott ef einhver myndi leggja tíma og orku í að þrýsta á ríkisstjórnina okkar til að koma með einhverja yfirlýsingu. Kína heldur því fram að 100 þjóðir styðji aðgerðir þeirra í Tíbet. Og á meðan þegjum við þunnu hljóði.
Mótmælum mannréttindabrotum Kína gegn Tíbet fyrir utan kínverska sendiráðið í dag klukkan 13... vinsamlegast látið berast sem víðast.
nánari upplýsingar um ástandið, slóðir og fleira á blogginu mínu...
Birgitta Jónsdóttir, 22.3.2008 kl. 10:01
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.