.."helmingur sjúklinga með sveppasýkingu deyr".....Rannsís blaðið bls. 8

"Alvarlegum sveppasýkingum fjölgar á Íslandi"!! Sveppirnir mynda þræði sem vaxa inn í líffærin og skemma þau með tímanum. Þetta á við alla Candidasveppi og talið er að nútímafólk sé löðrandi af slíkum lífsstíls/læknismeðferða óáru.

Sveppirnir þrífast á sykri og þegar ónæmiskerfið veikist eða verður veikt vinnur það ekki bug á ófétinu. Því er sterkt ónæmiskerfi undirstaða þess að losna við óvelkomna sveppi.

Í frábæru Rannís blaði sem fylgir Mogganum í dag kemur fram að í rannsókn Lenu Rósar Ásmundardóttur hefur það fengið staðfest að aukin tíðni sveppasýkingar í hinum vestræna heimi er staðreynd. Í greininni er hinsvegar verið að beina spjótum að meðferð sjúklinga, lífslíkum og fæðingu fyrirbura sem lifa, notkun plast-æðaleggja og fleira. Ekki er farið inn á þann þátt sem við í detoxgeiranum og náttúrulækningum viljum setja sem höfuð andstæðing heilbrigðis, það er unninn sykur.

Þrátt fyrir að Gersveppir séu hluti af eðlilegri flóru í meltingarvegi er röskun á þessari flóru vegna sýkinga einfaldlega  lífshættuleg svo hættuleg að blóðið og ýmis líffæri sýkjast.

Ég hvet fólk til þess að lesa um þetta doktorsverkefni Lenu á bls. 8 í Rannís blaðinu.

Sérstaklega fólk sem á börn og er að ala börnin sín mikið á hvítum sykri.

Það er þannig með líkamsstarfsemina að sjaldan er ein báran stök.

Heilbrigði barna er mér hugleikið því Candida gersveppir hafa gríðarlega slæm áhrif á öll börn og með sykurátinu er verið að ala á slíkum óþvera.

Viljum við það ?

Með detoxmeðferð í tvær vikur hreinsum við óvelkomna gersveppi þar sem fæðan sem þeir elska, líkt og Karíus og Baktus, er ekki til staðar. Það er hægt að taka börn af sykri án þess að þau hljóti skaða af.

Greinin sýnir að nýgengi "sjúkdómsins"  frá 1994 hefur aukist mikið og þó rannsókn Lenu beinist að sýkingu á sjúkrahúsum teljum við sem vinnum óhefðbundið að  hún sýni ýmislegt mjög merkilegt umfram það.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband