Í sundi hitti ég konu...

Í sundi hitti ég konu sem er líkt og ég, ómöguleg ef hún mætir ekki á hverjum degi í laugina.

Þar sem ég er að reyna að ná mér eftir slys á öxlinni finnst mér nauðsynlegt að vera í heitu vatni, teygja á og vinna við sársaukamörkin.

Það er með ólíkindum hvað verkur í einni lítill öxl getur truflað mann. Hann bara fer ekki!!

Mig langar ekki í aðgerð og ætla að reyna allt áður. Sundið hjálpar mér svo sannarlega og í dag þegar sólin skein fannst mér Vesturbæjarlaugin umvefja mig í sárum mínum. Þessi litla fallega gamaldags laug þar sem ég hitti alltaf sama fólkið á sama tímanum.

Ég skil fólk sem er með stöðuga verki, það er ömurlegt að líða þannig!!

En auðvitað læknast þetta eins og annað. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: G Antonia

Flottar myndir vinkona.:-)

Arthúr nuddari var ekki farin að fara í trúðagalla þegar ég var þarna .-)

kvitt og knús

G Antonia, 12.3.2008 kl. 00:56

2 Smámynd: Jónína Benediktsdóttir

Nei en hann er svo fyndinn þessi strákur.

Jónína Benediktsdóttir, 12.3.2008 kl. 08:50

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband