11.3.2008 | 14:25
Bull er þetta!
Hvaða bull er þetta eiginlega ? Alkóhól er það toxíska (eiturefni) efni sem frásogast hraðast frá maga inn í blóðrásina. Það reynir að komast út úr líkamanum hratt því ekkert í umhverfi fruma sameinast þessu eitri sem alkóhólið er.
Það er greinilegt að Svíar eru eitthvað að afvegaleiðast í heilsueflingu sinni.
Hvorki ófrískar konur né konur með barn á brjósti eiga að neyta áfengis samkvæmt detoxfræðunum. Reyndar enginn því alkóhól myndar eiturástand sem veldur varanlegum skaða á ákveðin líffæri.
Í lagi að drekka vín með barn á brjósti | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
af hverju er bloggið um feitu konurnar á Akureyri horfið?
hildigunnur, 11.3.2008 kl. 14:47
finnst skemmtilegt að sjá svona sterka umfjöllun frá einhverjum sem reynir að græða á detox ferðum og er greinilega með virta læknisfræðigráðu til að sýna sérfræði-kunnáttu sína, fjalla svona á virtan hátt um etanól og frásog og niðurbrot þess.
Gunnar Þór Gunnarsson, 11.3.2008 kl. 14:56
Æi það var reynt að snúa útúr og ég nenni ekki þrasi. Ég var að reyna að vera fyndin í takt við leikritið en það tókst ekki Hildigunnur mín. Þú leysir vandamálið án mín elskan.
Ég er ekki læknir en ég vinn með frábærum og velmenntuðum læknum sem leita annarra leiða en ég þekkti áður. Græða á detox ferðum !?. Þetta er vinnan mín Gunnar Þór. Við hvað starfar þú ?
En ertu ekki sammála mér að áfengi sé skaðlegt ?
Jónína Benediktsdóttir, 11.3.2008 kl. 15:19
Mér er sama hvað hver segir, aldrei myndi ég drekka í svona ásigkomulagi... ehhh ég er reyndar karl en ok... u get the idea ;)
Vín er algert eitur, eitt eitraðasta eitur sem til er... en WTF ég drekk það á stundum :P
DoctorE (IP-tala skráð) 11.3.2008 kl. 16:07
Bíddu ert þú ekki manneskjan sem að stóð fyrir stólpípumeðferðunum og hélst því fram að kúkur væri óhollur fyrir líkamann. Nei mig bara minnti það.
Jóhann Pétur Pétursson, 13.3.2008 kl. 00:04
Sammála þér kæra Jónína. Áfengi á almennt ekkert erindi inn í líkama okkar. Hvað þá ófrískar konur eða konur með barn á brjósti.
Predikarinn - Cacoethes scribendi , 13.3.2008 kl. 20:43
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.