Gigtsjúkdóma-blaðið. Detoxmeðferðir "lækna " gigtsjúkdóma.

Það tók mig langan tíma að lesa og skilgreina Gigtarblaðið sem fylgdi 24 Stundum í dag.

Þetta er gott blað og nauðsynleg lesning fyrir okkur sem höfum þjáðst af gigt og þá sér í lagi okkur sem vinnum mikið með gigtarsjúklingum.

Þessi "ólæknandi" sjúkdómur, eða eins og hann er skilgreindur af flestum, sem meðhöndla fólk með gigt, er nefnilega "læknanlegur". Fólk þarf hinsvegar að leggja hart að sér að lækna hann.

Sú lækning felur hinsvegar í sér eitt orð Lífsstíll!

Það má ekki vanmeta lífsstíl sem lækningu og langt frá því að það sé gert í blaðinu. En góðu fréttirnar eru þessar. Fólk læknar sig sjálft af gigt.Vöðvagigt er kynbundin sjúkdómur 8 af 10 sjúklingum eru konur!! Í blaðinu er farið inn á mögulega orsök út frá breytingaaldri. Það finnst mér merkileg tilgáta og enn og aftur komum við að sömu lækningunni. Breytingaaldurseinkenninn má líka lækna án lyfja með lífsstíl.En hvað er það með þennan helvítis lífsstíl.

Getum við ekki bara borðað hollt, hreyft okkur reglulega og látið sem við séum vélar.

Það er nefnilega mergur málsins. Við erum ekki vélmenni. Sérstaklega eru konur ekki vélmenni. Margir karlmenn virðast vera vélmenni en vonandi leynist kvika þar undir.Fyrirlestrarnir mínir fjalla mikið um gigt og áhrif detoxmeðferðarinnar á gigtsjúkdóma eða ástand eins og pólsku læknarnir kalla vefja/vöðvagigt t.d.

(Ég hef boðið Gigtarfélaginu að koma ókeypis og fræða sjúklingana um pólsku leiðina, þá sem ég læknaðist á, en þeir hafa enn ekki þegið það. Asnalega stólpípuumræða Íslendinga hefur sennilega fælt fólkið hjá Gigtarfélaginu frá.)

Ég benda gigtarsjúklingum á að mæta á fyrirlestranna mína þar sem mikið er rætt um bólgusjúkdóma:

Akureyri 9. mars í Háskólanum (Sólborg ) kl. 16.00-18.00

Ísafirði 13. mars í Menntaskólanum kl. 20.00-22.00

Reykjavík 14. mars í Manni Lifandi Borgartúni kl. 17.00-18.00

Ég gef öllum matarplan til þess að losna alfarið við gigtina t.d.

Mikið gætum við sparað í heilbrigðisþjónustunni ef sérfræðingar væru opnari fyrir nýjungum sem, þó reyndar, eru aldargamlar.

En svona er þetta bara, allir svo hræddir um sitt.

Gigtarblaðið er mjög gott og ég hvet fólk til þess að lesa það vel og vandlega en um leið vera gagnrýnið. Lyf eru vond lausn við verkjum. Reynið allt annað fyrst.

Fer í sund núna!! Það er ömurlegt að þjást af gigt. Aldrei meri aldrei meir!! 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband