5.3.2008 | 08:57
24 Stundir í dag!

Auðvelt er að velta fyrir sér því sem í boði er á Heilsuhótelinu Elf í Póllandi út frá auglýsingu Planet Pulse International á bls. 8 í 24 stundum í dag.
Nuddið á hótelinu kostar 1300 kr. klukkutíminn og mælt er með því að fara í 10 nudd meðan á dvölinni stendur. Nuddararnir eru ótrúlega vel menntaðir og þekking þeirra og innsæi standa undir væntingum okkar Íslendinga. Þær eru miklar þar sem íslenskir nuddarar eru einstaklega góðir flestir hverjir.
Aðrar meðferðir eru á svipuðu verði. Það er mikið úrval af meðferðum á þessu hóteli þó maturinn sé sá sami og stuðst er við kenningar Dr. Dabrowsku um hreinsun líkamans út frá læknisfræðilegum hugmyndum.
Saltklefinn gerir fólki gott, því saltið hreinsar öndunarleiðirnar og var mikið notaður hér á árum áður. Ég ætla að segja meira frá saltklefum í fyrirlestrunum sem ég held á Akureyri 9. mars, Ísafirði 13. mars og í Reykjavík 14. mars.Nánar má lesa um fyrirlestrana í 24 stundum í dag á síðu 8. Velkomin!! Póllandsfarar eru sérstaklega velkomnir og gaman væri að heyra þeirra sögu á fundunum.
Planet Pulse Internatioanl heitir fyrirtækið mitt sem sér um meðferðirnar í Póllandi Icelandair sér um férðatilhögun. Síminn þar er 5050300
Næsta meðferð hefst 29. mars og allar meðferðirnar standa yfir í 2 vikur.
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.