Gaman að vera frumkvöðull í heilsurækt nú þegar heilsan er sett í hásæti ríkisstjórnarinnar.

Það eru ekki svo ýkja mörg ár síðan karlmaður var handtekinn fyrir að skokka á götum Reykjavíkur og færður á Klepp ! Nú er öldin önnur eins og grein Heilbrigðisráðherra og Menntamálaráðherra bera vott um í Morgunblaðinu í dag. Ísland er á iði! Hreyfing er nauðsyn en maturinn skiptir þó ekki síður máli.

Í 25 ár hef ég verið frumkvöðull að ýmsum heilsunýjungum á Íslandi: Jane Fonda, Eróbikk, pallaleikfimi, spinning, 8 vikna námskeiðum, einkaþjálfun, hágæðaheilsurækt, SPA meðferðum, einkaþjálfaraskóla, heilsuræktarkeðju og núna detoxmeðferðum.

Ég hef unnið náið með mörgu fólki sem nú trónir á toppnum í heilsuræktarrekstri.

Fólk eins og Ágústa Johnson og Björn Leifsson, Anna Borg og Goran M, Yesmin og Gunnar á Nordica og fleiri og fleiri sem annað hvort hafa lært í FIA skólanum eða ég hef unnið náið með. Ég lít yfir farinn veg og brosi. Svo margt skemmtilegt og einnig miðurskemmtilegt hefur gerst en þetta er lífsmyndin. Stundum gaman stundum ekki.

Svo fæ ég iðulega minn skerf í áramótaskaupinu þegar ég hef kynnt eitthvað nýtt til sögunnar. Nú síðast ristilskolanir áður var Helga Braga á spinninghjóli að borða pulsu. Nú finnst öllum spinning eðlilegasti hlutur og hágæða heilsurækt og SPA eins sjálfsagt og útihlaupin eru orðin. Sennilega þarf maður að vera dauður til þess að fólk kunni að meta frumkraft og nýsköpun.

Veit það ekki. Það kemur í ljós.

Detoxmeðferðir eru aldagamlar og hafa þekkst í öllum menningarsamfélögum, einnig hér á landi. Meðferðin byggir á sérstöku mataræði eða föstum undir eftirliti lækna og hjúkrunarfólks, nuddara og íþróttafræðinga.

Ég var valinn atvinnurekandi ársins í Helsingborg Svíþjóð fyrir uppbyggingu hennar á Aktiverum. Aktiverum þótti skara framúr sem heilsuræktarstöð í Svíþjóð og er rekstur hennar er áfram sterkur í dag.

Þar starfa enn nokkrir Íslendingar. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: lady

sæl jónína mín gaman að lesa bloggið þitt,,,ég veit ekki hvort þú mannst eftir mér,,,,en  ég var ein af þeim sem gaf þér mynd í brúðkaupsgjöf ásamt fleirrum konum á sínum tímum og svo  komstu ásamt fleirrum að borða á  matsölstaðnum  sem ég vae að vinna  changhæ, heitir staðurinn,,ég hef alltaf litið upp til þín og takk að samþykkja mig sem bloggvinur  kveðja Ólöf Jónsdóttir 

lady, 4.3.2008 kl. 13:29

2 Smámynd: lady

vonandi eigum við  eftir  að hittast sem fyrst  

lady, 4.3.2008 kl. 13:35

3 Smámynd: Jónína Benediktsdóttir

Jú jú auðvitað man ég eftir þér. Myndin er hér heima hjá mér og ég horfi oft á hana. Takk fyrir og ég vonast til þess að hitta þig fljótlega.

Jónína Benediktsdóttir, 4.3.2008 kl. 21:42

4 Smámynd: G Antonia

Eins og talað úr mínum munni -

Ég er ein af þeim heppnu að hafa prófað Detox með þér og SÉ EKKI EFTIR ÞVÍ... það er frábært - takk fyrir það * Hlakka til að fara aftur á þessu ári. Heilsukveðja og takk fyrir frábæra pistla hér á bloggsíðum -

G Antonia, 4.3.2008 kl. 23:42

5 Smámynd: Predikarinn  -  Cacoethes scribendi

Ég tek hatt minn ofan fyrir þér kæra Jónína. Það sannast á þér, eins og svo mörgum öðrum víða um heim, að enginn er spámaður í eigin föðurlandi.

Þú hefur svo sannarlega rutt breiða braut heilsu á sál og líkama, þeim til heilla er hafa haft eftir. Það eiga eftir að opnast augu landans og sjá hverju þú hefur áorkað. Þú munt öðlast verðskuldaða viðurkenningu áður en yfir lýkur. Margir eru þó meðvitaðir um það nú þegar.

Keep up the good work.

Predikarinn - Cacoethes scribendi , 5.3.2008 kl. 01:11

6 Smámynd: Jónína Benediktsdóttir

Hey þetta var gaman að heyra Predikari. En vissulega hefur verið gaman að sjá heilsuræktargeirann verða að þeirri menningu sem hann er í dag. Margar konur ruddu brautina á undan og með mér. Ástbjörg, Bára, og fleiri.

Ég á nú sjál eitthvað í gagnrýninni á mig líka, en það er hluti af því að þroskast; að gera mistök. Mín hafa bara verið dálítið áberandi....:-)

Jónína Benediktsdóttir, 5.3.2008 kl. 08:32

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband