1.3.2008 | 10:00
4. vitnisburður um meðferðina í Póllandi.
Ester Guðmundsdóttir 55 ára atvinnurekandi
Ég fékk ferðina í jólagjöf af manninum mínum. Mig langaði að athuga hvort ég gæti ekki fengið betri heilsu. Ég var svo rosalega þanin vegna þess að ég var stífluð og svo gigtin í mér var að drepa mig. Ég finn gríðarlega mikinn mun á mér.
Maginn á mér er ekki þaninn lengur og gigtin horfin að mestu.
Blóðþrýstingurinn var hár en hefur lækkað aftur.
Aðstaðan er mjög góð að öllu leiti og maturinn mjög góður og hafði góð áhrif á mig. Ég léttist um 7 kíló og gekk síðasta daginn 7 kílómetra án þess að blása úr nös.
Þetta er ákveðið frelsi og svo hef ég hvílst vel og mér líður vel og er alsæl. Nuddið er frábært og ég á eftir að sakna þess þegar ég fer heim.
Ég hef farið niður tvær stærðir í fötum og vonast til þess að komast aftur á næsta ári.
Athugasemdir
Sæl kæra Jónía. Þetta er frábær síða hjá þér. Gott að það þó fáeinir eins og þú sem benda okkur á hvernig maður getur breytt lífi sínu og heilsu með breyttum matarvenjum og lífsstíl.
Bið þig að fyrirgefa, end Óli Björn Kárason var með frábæran pistil sem ég tók upp á arma mína og var spurður um hvað þér skyldi finnast. Set inn link á þetta, þér eralveg óhætt mín vegna að eyða síðan þessari færslu út á eftir. Keep up the good work darling !
20.2.2008 | 08:59
MEGN ÓÞEFUR !Það virðist vera megn óþefur af þessu máli öllu og virðist óskabarn Jóhannesar ekkert vera þar undanskilið. Predikarinn leyfir sér að birta gott yfirlit Óla Bjarnar Kárasonar um FL samstæðuna á blogginu hans :
Þriðjudagur, 19. febrúar 2008
"Var upplýsingum haldið leyndum fyrir stjórn FL Group?Jón Ásgeir Jóhannesson, stjórnarformaður Baugs Group og FL Group, sagði í hádegisviðtali í gær á Stöð 2, að 6,2 milljarðs króna rekstrarkostnaður FL Group á liðnu ári hafi komið verulega á óvart. Eins og bent var á hér í gær er ekki hægt að skilja orð Jóns Ásgeirs öðru vísi en að upplýsingum hafi verið haldið leyndum. Nauðsynlegt er að stjórnarformaðurinn, sem tók við völdum í desember, skýri þessi orð út.
Predikarinn - Cacoethes scribendi , 1.3.2008 kl. 10:34
Já mér finnst sérkennilegt hafi fólk verið platað til þess að kaupa í þessu félagi á röngum forsendum. Hvaða upplýsingar fékk Gnúpur áður en hann fjárfesti í FL group t.d. ?
En ég er víst ekki rétta manneskjan til þess að fjalla um fyrirtæki Jóns Ásgeirs, er mér sagt, það eru því fá fyrirtæki sem ég get fjallað um. Læt mitt, Planet Pulse International, því duga á þessari síðu Predikari.
Já mér finnst það sem ég er að gera í Póllandi gríðarlega gott en jafnfram krefjandi starf. Mér finnst ég hafa tekið menntun mína og þekkingu eins langt og ég kemst með því sem ég er að hjálpa fólki með þarna í detoxmeðferðinni. Svo eru margir tilbúnir að hafa skoðun á því sem þeir hafa ekki hunsvit á. Fólkið sem hefur upplifað meðferðina talar sínu máli og fátt gleður mig meira en það sem það er að segja.
Takk fyrir skeitið og ég ætla ekki að eyða því út!!!
Jónína Benediktsdóttir, 1.3.2008 kl. 11:22
Sæl Jónína, mér þætti mjög áhugavert að fá bækling sendan um afeitrunarferlið á pólskum slóðum og í hverju það felst helst. Vonandi sérðu þér fært að senda mér línu eða bækling um þetta dæmi, kær kveðja frá Arndísi Pétursdóttur
arndís pétursdóttir (IP-tala skráð) 3.3.2008 kl. 00:15
Sæl,
ég verð með fyrirlestur um detox í næstu viku. Læt þig vita því þar útskýri ég efnið sjálft.
Bestu kveðjur.
Þú getur líka litið á detox.is Arndís mín.
kk
jb
Jónína Benediktsdóttir, 3.3.2008 kl. 12:25
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.