Reykingar valda krabbameini. Af hverju reykir fólk ?

Gríðarlegur fjöldi toxískra efna er í sígarettum auk þess eru sum þeirra hættulega örvandi og vanabindandi.

Nikótín er eitt þeirra.

Nikótínið virkar á litlu vöðvana í æðaveggjunum og vegna þess dragast æðarnar saman. Æðarnar þrengjast. Það segir sig sjálft að blóðið á þannig erfiðara með að streyma og hjartað verður þannig fyrir meiri mótstöðu/álagi.

Þanþol æðanna minnkar þar sem fituefni sest frekar innan á þröngar æðar. Reykingar geta þannig valdið því að æðarnar stíflast alfarið.Reykingar eru stærsti áhættuþátturinn í því að blóðtappi myndast í kransæðum.Mér datt þetta bara í hug þegar ég horfði á heilan hóp af ungum fallegum konum reykja fyrir utan einn menntaskólann.Hvað í dauðanum eru þær að pæla ? Þetta er ljótt og þær verða hrukkóttar og móðar með tímanum.

Sjálf held ég að rannsóknir sem sýna reykingar á undanhaldi séu tóm þvæla. Reykingar eru því miður að aukast.

Það er best að hætta meðan maður er ungur, er mér sagt. Sjálf hef ég aldrei haldið á logandi sígarettu, hef fundist það svo ógeðslegt. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: G Antonia

vááá hvað ég var heppin að hafa vit á því að hætta á sínum tíma fyrir 3 árum.....en veistu??? ég hefði aldrei staðist það hefði ég ekki farið til Póllands í Detox 5 vikum eftir að ég hætti....það bjargaði mér, ég fékk lungnanudd þeas lét vita að ég hefði nýlega hætt að reykja eftir 30 ár (komin í 2 pakka á dag) og þeir nudduðu slímið úr lungunum á mér og ég kom NÝ manneskja heim á ný og laus við nikótín löngun og koffín líka.......ég hef ekki drukkið kaffi síðan, né reykt hehe!!!! Nú er ég reyklaus og drekk grænt te.....þökk sé Detoxi í Póllandi og Jónínu Ben. sem gjörsamlega bjargaði mér!!!!!!

Ótrúlegt að sjá krakka vera að fikta við sígarrettur í dag, ..... hvað er til ráða???

G Antonia, 1.3.2008 kl. 01:33

2 Smámynd: Heimir Lárusson Fjeldsted

Eftir átta tíma hjartaaðgerð 1991, krabbameinsaðgerð á lunga 2005 og ósæðaraðgerð (líklega stærsta aðgerðin) 2008, get ég ekki mælt reykingum bót.

Heimir Lárusson Fjeldsted, 1.3.2008 kl. 10:13

3 Smámynd: Jónína Benediktsdóttir

Elsku Heimir minn!! Það hefur vonandi verið komið í veg fyrir þetta! Mundu litlar mjókurvörur og lítið prótein. Svo alls engan hvítan sykur. Í staðinn skaltu vera mikið úti að ganga, borða dökk grænt, dökk rautt eða svart grænmeti og ávexti. Þú getur komið í viðtal ef þú vilt til mín.

Guðbjörg takk en þú bjargaðir þér sjálf og gafst okkur hinum tækifæri á því að upplifa kraftaverk!! Nú þarftu bara líka að hætta að drekka alkóhól...hehehe.

Þú fengir sennilega meydóminn aftur í kjölfarið elskan mín.

Þú ert fyrirmyndar detoxfari.

Jónína Benediktsdóttir, 1.3.2008 kl. 11:41

4 Smámynd: G Antonia

Nákvæmlega elskan mín.....rétt með meydóminn ef ég hætti líka að fá mér eitt og eitt glas...hehehehe!!!

 það eru jú ekki allir sem kunna með alkahól að fara, en það kann ég í dag!!!, enda drekk það sjaldan og aðeins rautt eða hvítt "léttvín" Bara gott fyrir hjartað tel ég .

Góða dag í dag.....
The miracle is this -
the more we share,
the more we have.

G Antonia, 1.3.2008 kl. 12:34

5 Smámynd: Jónína Benediktsdóttir

Einmitt Guðbjörg mín er núna að lega bók um að losa sig úr viðjum egósins. Egóið er eitthvað sem við reynum að halda í og þegar að því er vegið verðum við leið og döpur. Þannig á það ekki að vera samkvæmt höfundi bókarinnar. Markmiðið er að losna við allt egó því þannig náum við æðri þroska. Mér finnast þetta stórmerkilegar kenningar konunnar því hún er jú talin einn besti jógakennari heimsins.

Þegar við drekkum léttvín þá erum vð líka að mata egóið. Eða ?

Best er að reyna að vera án þess eins og þessi jógakona en hvað má maður þá spyrð þú örugglega sem ert kominn i heilsugírinn. Jú maður má víst eins og þú skrifar svo fallega share more.

Þvílíkt veður. Ég er að passa Lísu litlu alla helgina and I love it! Hún er engill þetta barn.

Förum að hittast fljótlega Guðbjörg mín.

Jónína Benediktsdóttir, 1.3.2008 kl. 13:39

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband