29.2.2008 | 08:43
3. vitnisburður um meðferðina í Póllandi
Guðbjörg Guðfinnsdóttir 49 ára atvinnurekandi
Þetta er í 3 skipti sem að ég hef farið í detox til Póllands. Ég var þung og þreytt og svaf illa og var komin í mataróreglu og verkjatöflur.
Þurfti að taka verkjatöflu til þess að vakna, sofna og var á magalyfjum, blóðþrýstinglyfjum og tók svo svefntöflur til þess að sofna. Húðin á mér var gróf og hörð en þetta hefur allt breyst.
Nú síðast hef ég lést um 8 kíló á tveimur vikum og er laus við lyfin og lít miklu betur út. Ég sef eins og engill og lít björtum augum á framtíðina.
Hingað vil ég koma í það minnsta einu sinni á ári.
Nuddið var sjúkt!! Gönguleiðirnar eru fallegar og ég fæ mikla orku frá skóginum. Það er gaman að kaupa sér tveimur númerum minni föt fyrir heimferðina og ég er ákveðin í því að létta mig um 20 kíló til viðbótar. Ég hefði aldrei getað komið mér af stað heima á Íslandi.
Hérna er umhverfið verndað og fagfólk veit nákvæmlega hvað það er að gera.
Jónína Ben er frábær leiðbeinandi og góð fyrirmynd og það er alltaf hægt að leita til hennar. Þekking hennar á heilsu og læknisfræði er einstök og við Íslendingar getum verið þakklát fyrir að hún hafi farið út í þessa þjónustu við eigum öll erindi til Póllands í detox með Jónínu Ben.
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.