28.2.2008 | 11:03
http://whfoods.com/genpage.php?tname=faq&dbid=16#digestion
Svona fer meltingin fram.(slóðin hér að ofan) Þetta er frábær sýnikennsla sem kennir hvernig næringaefnin í mat meltast og nýtast.
http://whfoods.com/genpage.php?tname=faq&dbid=16#digestion
Ýtið á eat og þá kemur mynd sem sýnir nákvæmlega hvernig meltingin fer fram á rúmum hálfum sólahring.
Margt á þessum whfoods.com vef er hægt að sýna krökkum sem eru óþæg að borða hollan mat t.d. Þau hafa gaman af því að skoða þessa myndlíkingu og þá um leið er hægt að fræða þau.
Börn eru sérstaklega viðkvæm í maga og ristli og lengi býr að fyrstu gerð. Hvítt hveiti og sykur valda börnum oft verkjum í maga og ristli.
Trefjar eru því miður á undanhaldi í matarvenjum barna og unglinga. Með trefjaríkum mat þarf að drekka vel af vatni.
Epli og vatn, t.d. fyrst á morgnanna, er eitt það besta fyrir alla til þess að koma meltingunni af stað.
Líkt og fullorðnir þurfa börn og unglingar líka Magnesíum og Sink til þess að upptaka B vítamína sé nægileg. Best er því að borða alltaf grænmeti á hverjum degi.
Eru vítamín, steinefni og sölt í fæðunni hjá barninu þínu t.d. ?
Meiðum ekki börn með óhollustu.
Það er svo vont að fá í mallann hvað þá að geta ekki haft hægðir.
Streita hefur líka mikil áhrif á meltinguna. Börn eiga ekki að þurfa að vera stressuð. Skólinn og heimilið þurfa að leggjast á eitt með að draga úr streytu. Hún er allt og mikil á Íslandi.
Athugasemdir
Sæl Jónína.
Athyglisverður linkur þarna á ferðinni.
Mikið er ég feginn að einhver skuli nenna að grafa upp fróðleik af þessu tagi og setja hann inn á bloggið fyrir okkur hin sem erum ekki nógu dugleg að grúska. Annars víst að þú ert svona heilsu-þenkjandi þá langar mig að benda þér á grein sem ég skrifaði fyrir ca hálfum mánuði og heitir: Um blekkingar og ekki blekkingar á íslenskum matvörumarkaði. Ég hef nefninlega líka nokkrar áhyggjur af því sem er falið í matvörunni okkar.
J. Trausti Magnússon, 28.2.2008 kl. 15:34
Takk Trausti ég mun lesa þetta.
Jónína Benediktsdóttir, 28.2.2008 kl. 15:48
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.