28.2.2008 | 09:29
Skoða ber lyfin áður en þau eru gefin, kannski....
Er ekki nær að skoða lyf og verkanir þeirra áður en þau eru gefin ? Er eðlilegt að konur börn og öryrkjar séu einhver tilraunadýr. Þetta eru þeir hópar sem fá mest af geðlyfjum. Semsagt eru greinilega geðveikari en karlmenn almennt.Eitthvað er nú bogið við þessi fræði öll. Hitt er svo annað mál að ýmsa þekki ég sem telja þunglyndislyfin ómissandi. Það ber að virða og alls ekki gera lítið úr því. En þegar fólk er komið með 9 tegundir af lyfjum og flest gegn geðslagi þá þarf nú að spyrna við fótum.
Aukaverkanir lyfja eru alltaf einhverjar þó sérstaklega í ristlinum.
Nú hljóta geðlæknar að taka upp þessa umræðu af alvöru og sýna fagi sínu þá virðingu að fara ofaní saumana á þunlyndis og kvíðastillandi lyfjum, áhrif þeirra en þó sér í lagi aukaverkanir þeirra.
Margir geðlæknar eru að vinna kraftaverk með sjúklinga sína en þó mest þeir sem vinna án mikilla lyfjagjafa að mínu mati.
Samfélagið í heild sinni gæti komið í veg fyrir þetta mikla þunglyndi þjóðarinnar.( Við eigum heimsmet í því eins og öðru.) Sýna öðrum hlýju og ást t.d., heilsa og brosa til annarra, taka utan um börn og unglinga og láta þau vita að þau eru merkileg. Gríðarlega merkileg. Tala við maka sinn!! Tala og tala eins og maðurinn sagði þegar frúin bað um fund.
Gerum það nú. Verum meira nice hvort við annað.
Þarf að skoða áhrif þunglyndislyfja betur | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.