Það er gaman. Nýtt heilsuhótel á Vestfjörðum ?

Það er gaman að sjá börnin leika sér í snjónum í snjógöllum. Þau fá þannig góða hreyfingu og orku og súrefni til þess að stunda námið betur í skólanum. Þau sofa betur og eru tilbúin til þess að borða fiskinn vegna hungurs.

Þessi snjór núna minnir um margt á þá tíma þegar snjór var alltaf yfir öllu á Húsavík í gamladaga, eða semi gamladaga. Það var svo gaman. Við vorum alltaf úti! Að leika, á skíðum t.d. og svo komum við dauðþreytt heim að kvöldi. Þvílíkt líf sem maður fékk sem barn. Frjáls og án skilyrða.

Það er talið í detoxfræðunum að með því að vera mikið úti í náttúrunni dragi úr líkunum á ýmsum geðlægum sjúkdómum. Hvergi er betra að vera út í hreinni guðsgrænni náttúrunni en hér.

Það er vonandi að við Íslendingar berum gæfu til þess að halda í það dýrmætasta sem við eigum; lítið spillta náttúru og orku sem er vistvæn, nóg af vatni og jarðveg sem er frjór og frekar ómengaður.

Það er ánægjulegt að nú sé talað  um að byggja heilsuhótel á Vestfjörðum. Það væri æði. Það vantar heilsuhótel, alvöru heilsuhótel þó í Hveragerði sé eitt að finna. Vissulega væri hægt að byggja alvöru heilsuhótel á þeim góða grunni sem þar er. Íslendingar ættu að eiga heilsuhótel í öllum landshlutum. Hvað annað, við erum jú heilsuland, SPA land.

Stígum varlega til jarðar.Álverið á Bakka verður vonandi fallegra en Álverið í Straumsvík eða Álverið fyrir austan.

Ég vona það svo!


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hólmdís Hjartardóttir

Undirrituð vill ekki álver á Bakka. En guðsgræn náttúran....er hún ekki hvít???

Hólmdís Hjartardóttir, 28.2.2008 kl. 09:17

2 Smámynd: Jónína Benediktsdóttir

Hólmdís mín þetta er mikil togstreyta í mér með þetta álver. Það er bara eitthvað svo dapurlegt heima á Húsavík þessa dagana. Margt fólk flutt frá bænum. En ég held að við verðum að virða skðun meirihluta bæjarbúa.

Jónína Benediktsdóttir, 28.2.2008 kl. 10:32

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband