Steraneysla á Íslandi er augljóslega algeng.

Steraneysla hér á landi er ótrúlega algeng en um leið falin. Það er augljóst, þeim sem til þekkja hverjir nota stera til þess að stækka vöðvana og hverjir æfa án lyfja.

Sterar eru dóp og er ólöglegt að nota þá hvað þá að selja þá. 

Sterar eru seldir hér í gegnum einkaþjálfara og aðra sem stunda almenna dópsölu.

Foreldrar geta þekkt einkennin með því að fylgjast með unglingum sínum. Fylgjast vel með breytingunum sem verða við svokallaða líkamsrækt. Vandamálið er að fjölmiðlar hika ekki við að sýna menn sem augljóslega eru að drepa sig á sterum! Íþróttir sem lúta ekki lyfjaeftirliti Íþróttasambandsins ættu ekki að vera sýndar í sjónvarpinu t.d. Frumkvöðlarnir í sterkasti þetta og sterkasti hitt ættu líka að skammast sín fyrir að ala á ásýnd þeirri sem við sjáum í sjónvarpinu.

Makar verða fljótt varir við neyslu stera hafi þeir augun opin. Skapið sveiflast, vöðvarnir tútna út, bólur geta myndast, hnakkinn breytist, hakan breytist og svo mætti lengi telja. Og hvað er til ráða ? Eins og staðan er ekkert nema að ræða málið við viðkomandi en það gæti verið stórhættulegt.

Það þarf að koma upp  aðstoð við sterafíkla og aðstandendur því fíknin er alvarlegri en flesta grunar.

Best er að tilkynna alltaf til lögreglu þegar fólk verður vart við sterasölu í heilsuræktarstöðvum.

Sterar drepa nefnilega hraðar en þig grunar. 

Þeir eru vanabindandi eiturefni. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: J. Einar Valur Bjarnason Maack

Þó að ég sé gjörsamlega sammála því að steraneysla - neysla á hormónum - eigi aldrei að fara fram án læknisráðs og að notkun á vaxtahormónum sé ekki aðeins svindl heldur líka óholl, eins óholl og offita og anorexía, þá verð ég að biðja þig um tvennt:

a) Skilgreindu hvaða stera þú ert að tala um. Þú ert væntanlega að  tala um HGH eða anabólíska stera?

b) Tilgreindu hvaða efni í þessum vaxtahormónum eru 'vanabindandi eiturefni'. Ég hef lesið ýmislegt í gegnum tíðina og aldrei heyrt að sterar, þ.e. hormón, séu vanabindandi eiturefni, þ.e. fíkniefni á sama máta og Ópíöð, Barbítúröt, Amphetamínsúlföt og önnur ólyfjan.

Annars vil ég líka benda á að sterar eru mikið notaðir í læknisfræðilegum tilgangi, þá til þess að byggja upp annars veika og/eða veikbyggða einstaklinga.

J. Einar Valur Bjarnason Maack , 27.2.2008 kl. 17:36

2 Smámynd: Jónína Benediktsdóttir

Þetta er hárrétt hjá þér að sterar samkvæmt læknisráði er allt önnur Ella en ég var að ræða um stera sem notaðir eru ólöglega til vaxtaræktar. Það má finna upplýsingar um vaxtahormón á ýmsum vefslóðum. Hér verður þeim ekki gerð skil.

Steranotkun að staðaldri er vanabindandi ekki bara líkamlega heldur andlega líka. Sú umræða fer varla fram hér á blogginu mínu en til er ég að taka hana við þig á öðrum vettvangi.

Takk Einar fyrir ábendinguna.

Jónína Benediktsdóttir, 27.2.2008 kl. 18:00

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband