27.2.2008 | 12:57
Edda Heiðrún Bachman selur heilsusamt súkkulaði
Í verslun Eddu Heiðrúnar Bachman leikonu og athafnakonu, á Hverfisgötunni, er hægt að kaupa heilsusamt súkkulaði.
Edda Heiðrún hefur hannað þarna búð sem vert er að heimsækja. Það eru mjög góð andoxunarefni í súkkulaðinu hennar auk bætiefna sem laga til í blóðinu. Súkkulaðið sem hún selur er vandað og hefur ekkert af hertum, skertum eða eitruðum efnum í því.
Holt dökkt súkkulaði er gefið sjúklingum á pólska heilsuhótelinu okkar eftir strangar krabbameinsmeðferðir t.d. en einnig þeim sem eru blóðlitlir.
Verslunin "Súkkulaði og Blóm" selur líka bókina "Eitt augnablik" . Ótrúleg bók sem Lótushús gefur út.
Þar stendur meðal annars:
"Ef ég álít að aðrir séu betri en ég getur það valdið slíkri gremju að ég get ekki beðið eftir að þeir stígi feilspor svo að ég fái tækifæri til að benda öðrum á veikleika þeirra." bls. 78
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.