Þægindaramminn óþægilegi.

Eitt af því mikilvægast sem ég hef upplifað nú síðustu daga er litlaus þægindarammi. Þægindarammi er það sem fólk gerir án áreynslu eða án þess að þurfa að upplifa eitthvað nýtt, lesa um eitthvað nýtt, læra eitthvað nýtt eða þá framkvæma eitthvað nýtt.

Sjálf vil ég helst alltaf:

Vera heima. Í stað þess að fara í langan göngutúr snemma eða í World Class.

Lesa blöðin til hádegis. Í stað þess að lesa skólabækurnar.

Hlusta á alla fréttatímana. Mannskemmandi að hlusta of mikið á fréttir. Stressandi.

Lesa  allar tilkynningarnar til Kauphallanna. Eins og mér komi þetta við.

Vera á náttfötunum að drollast frameftir. Eitthvað með náttföt og mig!

Tala við vinina í símann. Sérstaklega þær sem búa í útlöndum. Í stað þess að tala við þá sem vinna með mér.

Drekka morgunkaffið (einn bolli á dag er gott) í klukkutíma. Gæti svo sem skellt því í mig og gert eitthvað meira uppbyggjandi.

Fara í sund kl. 11.30 og hanga í heitu pottunum og gufu (þá eru svo fáir í lauginni og ég fæ túðuna ein) Í stað þess að synda eins og óð manneskja til þess að koma mér í betra form.

Allt líf mitt er eitthvað svo áreynslulaust. Það sem ég hinsvegar þarf að gera er allt annað.

Ég skal komast út fyrir þægindarammann! 

Nú er ég að skrá ýmsa þætti sem eru  fyrir utan þægindarammann. Hluti sem ég bara verð að gera til þess að líf mitt verði litríkara og til þess að ég fylgi þeirri skoðun minni að ég uppskeri eins og ég sái.

Ég skal, ég get og ég vil. Í morgun vaknaði ég t.d. mjög snemma. Góð byrjun á nýju lífi.

Gaman væri að heyra hvar ykkar rammi byrjar og hvar hann endar. Það þykir gott að breyta einu atriði í einu og temja sér það í mánuð áður en nýtt er tekið inn.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband