27.2.2008 | 06:20
Að vera í vatni er vatnslosandi.
Vatn og þá um leið sund /böð hefur örvandi áhrif á sogæðakerfi líkamans. Sogæðakerfið er viðkvæmt fyrir röngu mataræði, streitu, bólgum, og toxískum eiturefnum sem hlaðast upp í líkamanum.
Þegar við mannfólkið lifum og högum okkur af vansæmd hvað mat og drykk varðar stíflast sogæðakerfið og við tútnum út, líður illa í liðum, finnum fyrir vefjagigt (léleg hreinsun úrgangsefna) þyngjumst og lítum illa út almennt.
Við þessu bregðast margar margar margar konur sérstaklega og taka þvagræsilyf.
Önnur ódýrari og heilbrigðari leið, án aukaverkana, er einfaldlega þessi:
FARÐU Í SUND! ALLA DAGA SUND! Bara smá stund jafnvel, bara í heitapottinn og gufu t.d.
Í vatninu fer sogæðakerfið af stað, vegna utanaðkomandi þrýstings sem vatnið gefur og heitt og kalt vatn til skiptis, eða enn betra snjóböð gætu komið þessu vandamáli í lag með tímanaum.
Auk þess sem að drekka grænt te, ómengað vatn, rauðrófusafa, sítrónusafa, engifersafa, sellerísafa og um leið sleppa "plastmat" eins og pólsku læknarnir kalla það. "Plastmatur" er fæði sem hefur langt geymsluþol auk þess að vera ólífrænt með öllu eins og um steinategund væri að ræða. G vörur t.d. eru dæmi um ólífræna fæðutegund sem sest að í sogæðakerfinu. Mjólkin sem fólk setur út í kaffið sitt á vinnustöðum og í bönkum. Mjólkin sem hefur lífstíma lengri en fólkið sem hana drekkur.
Hvaða sjúkdóm þarf fólk að fá til þess að sjá í gegnum svona matvöru ? Sogæða sjúkdómar virka ekki einir og sér svo mikið er víst. Þá fær maður bara þvagræsilyf. Eða ?
Í sundlauginni minni er líka nuddtúða sem kemur kerfum líkamans til þess að hreinsa sig en til þess að það virki vel allt árið miðað, við lífstíl hinnar breysku konu, þarf maður að fara í sund daglega helst.
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.