Að sigrast á þunglyndi. Ásta Ottesen segir frá.

Það er dauðans alvara að þjást af þunglyndi. Saga Ástu Ottesen er líkust kraftaverki. Hér koma ummæli hennar:Ummæli frá Póllandsfaranum Ástu Ottesen:

"Ég fór í þessa detox-meðferð í Póllandi, óvænt í byrjun janúar 2008 og þakka ég Jónínu fyrir að bjarga lífi mínu. Ég er svo þakklát að hafa lært að lifa upp á nýtt.Ferðin var ógnvænleg í mínu huga en eina leiðin fannst mér fyrir mig til að ná heilsu eftir nokkra mánaða veikindi sem lögðu mig líkamlega hrausta og fullfríska i rúmið í byrjun ágúst.Fyrstu dagarnir voru mér erfiðir en Jónína Ben leiðbeindi, hlustaði og vakti yfir hverju skrefi hjá mér allan tímann. Eftir aðeins tveggja vikna veru þarna á þessum frábæra stað með yndislega lækninum okkar Dr. Agneska og nuddurunum sem og hópnum öllum sem var frábær sjá allir að ég hef fengið hjálp við mjög erfiðu þunglyndi.Ég var eins og útsprungið blóm, nokkrum kílóum léttari og allavega 25 kíló af þunglyndi skyldi ég eftir í Póllandi.Þarna er Jónína að bjóða upp á frábæra ráðgjöf og hjálp og miðlar af sinni reynslu og kunnáttu og allt er 100% sem hún segir og gerir þarna, alltaf brosandi og glöð og æðrulaus.Þarna er mikil fagmennska í gangi og allt gert með kærleik og gleði. Maturinn var góður og ég var aldrei svöng. Umhverfið var yndislegt. Leikfimitímarnir mjög góðir og skemmtilegir.Ristilhreinsunin gerði mikið fyrir mig sem hefur alla ævi átt í erfiðleikum í ristli. Það er ólýsanleg tilfinning að vera með tandurhreinan ristil það veitir þvílíka vellíðun og hvíld. Tel ég það vera stóran þátt í því hvað mér gekk vel. Ef andleg og eða líkamleg veikindi eru að hrjá ykkur þá farið til Pólland með Jónínu þar lærið þið að leyfa líkamanum að lækna sig sjálfan. "

Ásta Ottesen matreiðslumaður.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Hvað er hægt að segja nema gott fyrir þá sem telja sig hafa gott af þessu. Hins vegar hef ég svo oft þurft að hreinsa mig og svelta, fyrir speglanir að það þyrfti að borga mér fyrir að fara í þetta.

Hildur (IP-tala skráð) 25.2.2008 kl. 20:56

2 Smámynd: Jónína Benediktsdóttir

Þú finnur ekkert fyrir þessu Hildur mín. Í Póllandi fer ristilskolun fram án átaka.

Jónína Benediktsdóttir, 25.2.2008 kl. 21:15

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband