Mig langar á þessari bloggsíðu að koma af stað umræðum um heilsu út frá kenningum um gamlar og nýjar "detoxmeðferðir" (hreinsun líkamans með föstum, hreinsun, skolun eða með sérstöku fæði) og val á milli nútíma lyflækninga og annarra lækningaaðferða.
Mig langar að heyra í nemendum mínum frá því hér á árum áður.
Hvar eruð þið ?
"Pulse International", fyrirtækið mitt, hefur tekið stór skref í því að hjálpa fólki sem komið hefur til Póllands í detoxmeðferðir og er þetta vettvangur til þess að koma með fyrirspurnir, segja reynslusögur og gefa ráð til handa öðrum sem þjást.
Hér koma fyrstu meðmælin um detoxmeðferðina í Póllandi frá Ástu Ottesen:
"Ég fór í þessa detox-meðferð í Póllandi, óvænt í byrjun janúar 2008 og þakka ég Jónínu fyrir að bjarga lífi mínu. Ég er svo þakklát að hafa lært að lifa upp á nýtt.Ferðin var ógnvænleg í mínu huga en eina leiðin fannst mér fyrir mig til að ná heilsu eftir nokkra mánaða veikindi sem lögðu mig líkamlega hrausta og fullfríska i rúmið í byrjun ágúst.
Fyrstu dagarnir voru mér erfiðir en Jónína Ben leiðbeindi, hlustaði og vakti yfir hverju skrefi hjá mér allan tímann. Eftir aðeins tveggja vikna veru þarna á þessum frábæra stað með yndislega lækninum okkar Dr. Agneska og nuddurunum sem og hópnum öllum sem var frábær sjá allir að ég hef fengið lækningu við mjög erfiðu þunglyndi.
Ég var eins og útsprungið blóm, nokkrum kílóum léttari og allavega 25 kíló af þunglyndi skyldi ég eftir í Póllandi.Þarna er Jónína að bjóða upp á frábæra ráðgjöf og hjálp og miðlar af sinni reynslu og kunnáttu og allt er 100% sem hún segir og gerir þarna, alltaf brosandi og glöð og æðrulaus.Þarna er mikil fagmennska í gangi og allt gert með kærleik og gleði. Maturinn var góður og ég var aldrei svöng. Umhverfið var yndislegt. Leikfimitímarnir mjög góðir og skemmtilegir.
Ristilhreinsunin gerði mikið fyrir mig sem hefur alla ævi átt í erfiðleikum í ristli. Það er ólýsanleg tilfinning að vera með tandurhreinan ristil það veitir þvílíka vellíðun og hvíld. Tel ég það vera stóran þátt í því hvað mér gekk vel. Ef andleg og eða líkamleg veikindi eru að hrjá ykkur þá farið til Pólland með Jónínu þar lærið þið að leyfa líkamanum að lækna sig sjálfan. "
Ásta Ottesen matreiðslumaður.
Myndin á forsíðunni er af mér, Guðbjörgu og Þóru (árshátíð póllandsfaranna) sem hafa náð heilsu í Póllandi.
Gigt, þunglyndi og offita hafa horfið og heimsækja okkur ekki svo lengi sem detoxaðferðum er viðhaldið.
Athugasemdir
Hvenær? Hvernig? Hvað kostar?
kv.
Bergur Thorberg, 25.2.2008 kl. 10:06
Allar þessar upplýsingar færð þú á detox.is kæri Bergur.
Velkomin með okkur 29. mars.
Jónína Benediktsdóttir, 25.2.2008 kl. 10:13
Mér finnst þið allar afskaplega sætar hér á síðunni, en með fullri virðingu og aðdáun ómældri finnst mér Lísa Björt sætust.
Heimir Lárusson Fjeldsted, 25.2.2008 kl. 14:55
Hún er dásamleg Heimir minn.
Jónína Benediktsdóttir, 25.2.2008 kl. 21:17
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.