Jónína Benediktsdóttir

Jónína Ben er ráðgjafi á Elf Hótelinu og Uzboja hótelinu. Hún hefur í tæp tvö ár tekið á móti Íslendingum, Svíjum og Dönum sem vilja ná betri heilsu með detoxmeðferðum sem Dr. Dabrowska, pólskur læknir, hefur þróað á yfir 20 árum. Dr. Dabrowska hefur séð í rannsóknum sínum að ákveðið mataræði/fasta læknar fólk af ýmsum sjúkdómum og er hún þekktust fyrir vinnu sína með lömuðu fólki eftir blóðtappa, hjartaáföll og slíkt. Hún kennir næringafræðina út frá sjúkdómafræði bæði sem fyrirbyggjandi og eins til þess að fólk nái aftur heilsu. Sumir þurfa að vera á þessu mataræði í nokkrar vikur, öðrum dugar þessar tvær vikur sem meðferðin stendur yfir.

Jónína Ben tekur á móti fólkinu á Gdansk flugvelli og fylgir því í gegnum alla meðferðina sem er stundum erfið en oftast leikur einn.

Jónína Ben á þrjú fullorðin börn, 18, 21 og 24 ára með Stefáni Einari Matthíassyni æðaskurðlækni. Hún hefur rekið fjöldan allan af heilsuræktarstöðvum sem  framkvæmdastjóri og eigandi, verið með heilsuþætti í útvarpi og sjónvarpi í mörg ár, einkaþjálfarskólann FIA sem hún stofnaði árið 1988 í Svíþjóð og var valin atvinnurekandi ársins í Helsingborg fyrir starfsemi Aktiverum sem er enn starfandi heilsuræktarstöð og þekkt um gjörvalt Svíþjóð fyrir brautryðjendastarf á sviði heilsuræktar. Hún setti á fót World Class með Birni Leifssyni, Stúdíó Jónínu og Ágústu með Ágústu Johnson og er höfundurinnaf Nordica SPA (áður Plante Pulse) hugmyndafræðinni þar sem hátt þjónustustig á að vera í boði. Jónína hefur nú tekið 25 ára þróunarstarf sitt enn lengra og vinnur með fólki sem er meðvitað um annað en útlit og duft í dós. Jónína heldur fyrirlestra víða um heim um heilsutengd málefni en þó sérstaklega út frá heilmyndar hugmyndafræðinni við rekstur heilsuræktarstöðva sem og um detox aðferðafræðina. Hægt er að fá slíka fyrirlestra með fyrirspurn á joninaben@hotmail.com út um allt land.

Nánanri upplýsingar um fyrirlesarann og rágjafann; Jónínu Ben má fá í síma 8224844 

Fyrirtæki Jónínu á Íslandi heitir Planet Pulse International eða PPI og er til húsa að Stigahlíð 70, 105 Reykjavík, Iceland. Í Póllandi heitir fyrirtækið hennar Planet Pulse Poland eða PPP.

Jónína er meðlimur í FKA, félagi kvenna í atvinnurekstri. 

Ábyrgðarmaður skv. Þjóðskrá: Jónína Benediktsdóttir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband