Ávítt af útvarpsstjóra eftir Kastljósþátt fyrir það eitt að sýna fram á bankarán Ólafs og Finns fyrir Kaupþingsforstjórana.

Orðið bankarán sem ég notaði fór fyrir brjóstið á Finni Ingólfssyni eftir óheilindin í innlimum Búnaðarbankans inn í Kaupþing á sínum tíma. Enn mótmæla drengirnir milljarða tuga ráni úr Kaupþingi í aðdraganda hrunsins. Fyrr voru það þjóðverjar sem leppuðu og svo núna var farið til Katar. En nei þetta eru allt eðlileg viðskipti. Dómstólarnir hafa tekið undir það með þessum mönnum í seinni tíð.

Þegar ég í Kastljósi sýndi ársskýrslu þýska bankans, sagði Sigmari að ég hefði hringt í þýska bankann og fengið þær upplýsingar að hann ætti ekkert í nokkrum banka á Íslandi heldur að einn starfsmaður bankans væri aðeins vinur Ólafs Ólafssonar þá varð allt vitlaust.

Finnur Ingólfsson kom í Kastljósið kvöldið eftir og sagði að ég væri geðveik og á mér væri ekkert mark takandi. Útvarpsstóri Markús Örn harmaði ummæli mín og sendi mér bréf þar sem hann ávítaði mig.  Egill Helga fékk mig svo í Silfrið og ræddi ég þar sama mál, þá kom frétt frá þessum fyrrum framsóknargæjum um að við Egill værum bæði geðveik. Undir þetta tóku svo Baugsmiðlarnir í nokkur ár og þorri almennings trúði þeim. Nú er nákvæmlega allt komið fram sem ég sagði um þessa menn.

Þeir notuðu orðið geðveiki af óvarfærni.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ragnar Þór Ingólfsson

Hringurinn er að þrengjast. Eftir hverju er dómsvaldið að bíða? Nú ríkir vonleysi á meðal fólks og þegar virkilega fer að harðna á dalnum tekur örvæntingin við. Ætla stjórnvöld að bíða eftir skálmöld og götudómstólum eða hífa upp um sig brækurnar og sækja þessa þjófa til saka.

Segi það hér, aftur og mörgum sinnum að mér finnst synd að sjá á eftir þér Jónína í flokka harkið.

Þarf varla að taka það fram að ég aðhyllist ekki flokkastjórn. 

Ragnar Þór Ingólfsson, 19.1.2009 kl. 22:40

2 Smámynd: Dunni

Góð færsla Jónína. Held að finnist ekki sá Íslendingur sem ég treysti minna en Finnur Ingólfsson.  Nema kannski Ástþór??? 

Dunni, 19.1.2009 kl. 22:41

3 Smámynd: Jónína Benediktsdóttir

Ef fólk heldur að það sé hægt að hafa áhrif fyrir utan stjórnmálaflokka veit ég ekki í hvaða stjórnkerfi þeir lifa, en á Íslandi fer alþingi með löggjafann og vonandi aftur með hið raunverulega vald.

Þú átt heima í Framsóknarflokknum svo lengi sem honum tekst að koma með trúverðugua leið út úr þeim skelfilega vanda sem við erum í.

Við eigum öll heima í Framsókn, því þann flokk er verið að bygga upp með nýjum leiðum og með nýju fólki. Sigmundur Davíð er hreinn og beinn, það veit ég.

Jónína Benediktsdóttir, 19.1.2009 kl. 22:48

4 Smámynd: Ragnar Þór Ingólfsson

Jónína. 

Ég trúir ekki á flokkakerfið sem lýðræðislega leið til að stjórna landinu. Ég er ekki að tala um að leggja niður stjórnmálaflokka enda eru þeir góðir og gildir líkt og skátahreyfingin og fornbílaklúbburinn.

það er mun auðveldara að fella vald en fólk heldur. T.d. að hætta að versla við ákveðið fyrirtæki getur gert það gjaldþrota á tveimur mánuðum, Til að setja banka á hausinn þarf c.a.1100-1300 lánagreiðendur sem hætta að borga af íbúðalánum sínum samtímis, til að fella flokkakerfið þarf einfaldlega að sniðganga valdið þ.e. skila auðu,ef meirihluti þjóðarinnar vill ekki flokkakerfi þá ræður markaðslögmálið framboð og eftirspurn. Það er nefnilega ekki ýkja mikið sem fólk þarf að leggja á sg til að breyta heldur er þetta spurning um hugarfar og vilja.

það er erfitt að ráða í stöðuna nú en maður er vissulega áhyggjufullur yfir því hvað stjórnvöld ætla að sofa lengi meðan þessir þjófar láta greipar sópa allstaðar sem þeir koma. það hlýtur að koma að þeim tímapunkti að þjóðin gjörsamlega springur. Ekki myndi ég vilja vera í einkennisbúning þá, með piparúða og trékylfu,einn á móti þúsundum. Eitt er víst að þjófarnir verða á bak og burt.

Ragnar Þór Ingólfsson, 19.1.2009 kl. 23:16

5 Smámynd: Sigfús Axfjörð Sigfússon

Ég vil benda þér á það að þessir menn eiga framsóknarflokkinn ennþá!

Sigfús Axfjörð Sigfússon, 20.1.2009 kl. 03:33

6 Smámynd: Sigfús Axfjörð Sigfússon

Já og hefurðu kannað föðurleyfð nýja formannsins? Eða kýstu kannske að horfa á það með blinda auganu?

Sigfús Axfjörð Sigfússon, 20.1.2009 kl. 03:36

7 Smámynd: Offari

Það er rangt hjá þér Sigfús að þessir menn eigi framsóknarflokkinn. Þeir hafa aldrei átt hann en hinsvegar notað auðvaldið til að koma sínum málefnum fram. Sama má segja um þjóðina sem núna er veðsett í botn. Þeir sem veðsettu hana voru ekki að veðsetja eigur sínar.

Sú bylting sem á sér stað í framsóknarflokknum er af hinu góða. Ég stend með Jónínu í þessari baráttu og segi svei við þá sem gera lítið úr hennar tilraunum til að gera þennan flokka að stjórnmálaflokki fólksins. Ég vill reyndar sjá meiri breytingar þar sem prófkjör verði opin þannig að þeir sem ekki vilji bendla sig við ákveðin flokk geti haft sín áhrif á það hverjir fari á þing.

Ef tekst að gera framsóknarflokkinn að flokki fyrir fólkið í landinu mun ég fagna því, Því segi ég við þá sem eru að reyna að gera það að ég styð þær aðgerðir heilshugar og vona að fleiri flokkar fylgi í kjölfarið.

Offari, 20.1.2009 kl. 09:18

8 Smámynd: Baldur Hermannsson

Mér líst ekki allskostar á Sigmund. Hann er háll sem áll. Hann talar sig frá málunum og gerir það vel. Hann kemur úr einu spilltasta framsóknargreni landsins. Þó skyldi enginn gjalda upprunans. Tekst honum að marka sér eigin feril án fortíðarinnar? Framtíðin sker úr um það.

Baldur Hermannsson, 20.1.2009 kl. 09:34

9 Smámynd: Offari

Á Sigmundur að líða fyrir syndir feðrana áfram. Það verður erfitt fyrir flokkinn að finna sér föðurlausann formann. Eingetnir menn hafa ekki sést hér á ferli í nærri 2000 ár.

Offari, 20.1.2009 kl. 10:19

10 Smámynd: Halldór Halldórsson

Ég veit ekki betur en að það sé algild regla að fletta upp í ættingjum við að mynda sér skoðun á mönnum og málefnum á Íslandi.  Ég bendi Jónínu á að fletta upp nöfnunum Gunnlaugur Sigmundsson og fyrirtækinu Kögun í sambandi við nýkjörinn formann Framsóknar; eftir misheppnaða "valdaránstilraun" Hauks Ingibergssonar.

Halldór Halldórsson, 20.1.2009 kl. 11:34

11 Smámynd: Heimir Lárusson Fjeldsted

Jónína, Ólafur Ólafsson og Finnur Ingólfsson eru ennþá í Framsóknarflokknum ("þá kom frétt frá þessum fyrrum framsóknargæjum") og verða þangað til þeir segja sig formlega úr flokknum og birta úrsögn sína opinberlega, vottaða í bak og fyrir.

Ég sé mér ekki fært að ganga í flokkinn fyrr en þeir og fleiri hafa farið.

Gunnlaugur Sigmundsson var sakaðaur fyrir nokkrum árum um óvönduð vinnibrögð þegar hann eignaðist fyrirtæki sem áður var í eigu almennings, ríkisins. Sigmundur Davíð á eftir að líða fyrir syndir föður síns.

Farðu varlega Jónína og hafðu skjöld í bak og fyrir.

Heimir Lárusson Fjeldsted, 20.1.2009 kl. 11:46

12 Smámynd: Kristján P. Gudmundsson

Ég held, Jónína, að þú hafir gengið í rangan flokk ?

Með kveðju frá Siglufirði, KPG.

Kristján P. Gudmundsson, 20.1.2009 kl. 13:06

13 Smámynd: Baldur Hermannsson

Já hún gekk í alveg ferlegan flokk. En þessi fallega ljóska sækir í vafasaman félagsskap. Bestu bitarnir fara alltaf í hundskjaftana.

Baldur Hermannsson, 20.1.2009 kl. 13:26

14 Smámynd: Marinó Óskar Gíslason

Ég hef nú ekki alltaf verið hrifinn af ýmsu sem frá þér hefur komið Jónína, en í þessum þætti stóðstu þig með miklum sóma. Halltu áfram á þessari braut.

Marinó Óskar Gíslason, 20.1.2009 kl. 15:34

15 Smámynd: Jónína Benediktsdóttir

Framsóknarkonur hafa alltaf verið fegurstar kvenna Baldur og íslenskar konur verða aftur á ný hafðar með í ráðum þegar vega á mann og annan, ólíkt því sem gerðist í skálmöld bankavíkinganna. Þar fengu bara systur og hjákonur að vera með í stjórnum.

En án gríns strákar mínir, þá skil ég ekki hvaða áhyggur þið hafið af göngu minni í Framsóknarflokkinn. Ég reyndi í mörg ár að fá að halda kynningarfund í Valhöll um viðskiptahætti, krosstengsl og skuldastoðu bankanna en enginn hafði áhuga á því að hlusta þar á bæ. Sennilega var ég ekki þessi dæmigerða slæðukona.

Ég trúi því að innganga í Framsóknarflokkinn sé eina leiðin til þess að ná fram breytingum og um að fá nýtt fólk í stjórnmálaflokkia og ég hef alltaf fylgt sannfæringu minni, einnig núna.

Sigmundur Davíð er með eftirlitið á sér og finnum við að hann sé kominn á vit græðginnar fær hann uppsögn kjósenda flokksins sem hafa fengið upp í kok á spillingu. O barasta !!

Ég hef ekki áhyggjur af því að þessir umræddu skúrkar flokksins láti sjá sig í honum, þeir þora ekki að láta sjá sig á Íslandi hvað þá meðal framsóknarmanna. Burt með þá!!

Jónína Benediktsdóttir, 20.1.2009 kl. 15:45

16 Smámynd: Sverrir Einarsson

Þess hér geldur nýr framsóknarformaður, hann var partur af fjölskyldunni, ef honum tekst að hreinsa sig frá þessari föðurarfleið þá á hann séns.

Þú barðist í Valhöll, gekk ekki, þú barðist við Bónus, gekk ekkert, en hvað er að koma í ljós.

Mér er slétt sama hvar Íhaldið er hvort það er í Sjálfstæðisflokknum, Samfylkingunni eða Framsókn.

Jónína þekkirðu gönguhópinn sem Finnur Ingólfsson er í.....gárungarnir kalla hann Finnur og fátæklingarnir!!!!!! wonder why?

Sverrir Einarsson, 20.1.2009 kl. 18:16

17 Smámynd: Sesselja  Fjóla Þorsteinsdóttir

Mér finnst gott að vita til þess að Sigmundur sé kominn inn...margt fólk sem maður ber  traust til er að hefja för fyrir gegn spillingu.  Jónína á að fara með Sigmundi og fleiri sem hafa orðið undir í umræðunni vegna skítmæla spillingarliðs...hreint og gott fólk sem ber hag okkar fyrir brjósti.

Sesselja Fjóla Þorsteinsdóttir, 21.1.2009 kl. 00:46

18 Smámynd: Júlíus Björnsson

Mér skilst að aðilar, sem ekki hafa til þess menntun, og segja að aðrir séu geðveikir, gefi menntuðum mikla ástæðu til að efast um sömu aðila andlegt geðhæfi.

Júlíus Björnsson, 21.1.2009 kl. 07:36

19 Smámynd: Helgi Jóhann Hauksson

Það verður að viðurkennast að þú átt virkilega heiður skilinn fyrir margt og ekki síst þessar upplýsingar um Kaupþing.

Því miður er það viðtekin venja í stjórnmálum og stjórnkerfinu hér um mjög langa hríð að staðhæfa um geðveiki fólks sem ekki er fullkomlega þægt og stillt - í raun ekkert annað en var í USSR.

En hvað gerir þú nú þegar Kaupþing-mafían reynist eiga Framsóknarflokkinn og Sigmund Gunnlaugsson formann hans?

Helgi Jóhann Hauksson, 31.1.2009 kl. 00:47

20 Smámynd: Júlíus Björnsson

Mér var sagt það að yfirleitt væri reglan sú að þeir sem ekki hefðu til þess menntun og væru að bera geðveiki upp á aðra væri yfirleitt eitthvað að þeim andlega. Í fjármálheiminum mun þetta vera frá fornu fari vera ein helsta aðferðin til að ófrægja eða gera ótrúverðuga alla þá sem ógna hagsmunum við eigandi. Hinir siðspilltu sem ég flokka fyrir mig sem siðgeðveika láta sig engu varða um afleiðingar  sem oft hafa kostað mannslíf. Stundum er ofstækið svo mikið að bara grunnsemdir hinna siðgeðveiku um einhverja hugsanlega einhverja ógn í framtíðinni nægir til að sögusögnum er komið á kreik. Með ESS gulrótinni og frjálsu fjármangsflæði,[ siðspillingu, sjúkdómum]  kom tilvist alþjóðakauphallar með kröfum um breytt eignarhaldsform á öllum sviðum og allt sem fylgir harðdrægum viðskiptaháttum.

Júlíus Björnsson, 31.1.2009 kl. 03:31

21 Smámynd: Heimir Tómasson

Sko mína :-)

Heimir Tómasson, 30.3.2017 kl. 07:40

Bæta við athugasemd

Nauðsynlegt er að skrá sig inn til að setja inn athugasemd.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband