Jæja Geir Haarde eigum við að taka af skarið ? Svona næstu daga t.d.

Eigum við ekki að skipta út:

1. Viðskiptaráðherra og FME svona til þess að byrja með ?

Augljóst er á rannsóknum á Kaupþingi og Glitni að þar eru niðurstöðurnar sérpantaðar af sjálfri mafíunni á Íslandi. Mafía er rétta orðið yfir það hvernig þessir drengir rottuðu sig saman í nafni bankaleyndar og lögðu á hvolf heilt samfélag, flest fyrirtæki og þorra fjölskyldna.

Allt fólkið sem átti að gæta hagsmuna almennings og minni hluthafa sitja enn á rottufundunum. Hvað með Kauphöllina t.d. ? Maðurinn sjálfur situr þar enn !

Geir minn Haarde ekki meir ekki meir !!

Þú færð örugglega útreið líkt og Davíð og Björn Barna í fjölmiðlum þeirra mafíósanna en fólkið í landinu hefur séð í gegnum þann áróður sem þar fer fram. Ég sé það á stuðningnum sem ég fæ eftir ömurlega útreið í fjölmiðlum þessara manna.

Vertu nú okkar maður og taktu af skarið. Taktu þessa menn og stöðvaðu þá. Þeir hafa gengið lasum hala í samfélaginu í áratug.

Það er nóg. Eða hvað finnst þér forsætisráðherra ? Hagsmunir þínir eru líka í húfi. Fólk hættir að treysta þér og það er vont.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Offari

Geir mun sitja sem fastast. Hann er hluti af samsærinu um að selja Ísland á yfirtöku.

Offari, 19.1.2009 kl. 13:19

2 Smámynd: Ásgerður Jóna Flosadóttir

Sæl Jónína, það er sorglegt hvað Geir hefur lélega ráðgjafa.  Þeir eru ekki að ráða honum heilt.  Þeir eru að stefna honum í glötun.  Eitt á ég erfitt með að skilja, sem er, hvað skildi Inga Jóna hugsa.  Hún hlýtur að vera meðvituð um um rottugengið, hún sem þekkir pólitíkina inn og úr.  Ég  myndi treysta mér til að vera góður ráðgjafi fyrir Geir, mun betri en þeir sem eru fyrir á fleti.  Geir er góður maður og vill vel.

Ásgerður Jóna Flosadóttir, 19.1.2009 kl. 14:48

3 Smámynd: Árni Gunnarsson

Gleymum ekki því fyrirbæri sem stendur straum af koningabaráttu Flokksins og er kallað "flokkseigendafélag."

Árni Gunnarsson, 19.1.2009 kl. 15:11

4 identicon

Hérna

Ég er á því, að við skiptum út ekki bara viðskiptaráðherra heldur einnig fjármálaráðherra. Nú fyrr eða síðar fáum við að vita alla söguna, eða um þetta sérstaka lán eða 200. milljarða, svo og um öll þessi gögn sem gengu þarna á milli embætismanna hér og erlendis. Það er kannski hægt að fá fólk til leyna einhverju í staðin fyrir einhvern greiða, en ekki í stjórnmálasamstarfi til lengdar, því sannleikurinn leitar alltaf út. 

Þorsteinn Sch Thorsteinsson (IP-tala skráð) 19.1.2009 kl. 15:50

5 Smámynd: Valdemar K.T. Ásgeirsson

Sæl Jónína. Mafía er rétta orðið. Báðir stóru fjölmiðlarnir eru ritskoðaðir, við / þjóðin hefðum átt að trúa þér fyrr.

Bestu kv.  úr Húnaþingi, Valdemar Ásgeirsson, LÍF OG LAND.

Valdemar K.T. Ásgeirsson, 19.1.2009 kl. 16:01

6 identicon

Held að vinir þínir í Framsókn séu jafnvel búnir að koma skriðu af stað.  Eða alla vega sterkum skilaboðum.  Ég vildi óska þess að allir þeir sem þú taldir upp kynnu að hlusta og læra.  Þeim er það gjörsamlega ómögulegt. 

Einar Áskelsson (IP-tala skráð) 19.1.2009 kl. 19:01

7 identicon

Eigum við ekki að skipta út:1. Viðskiptaráðherra og FME svona til þess að byrja með ?

Er einhver ástæða fyrir því að þú viljir ekki telja geir og fjármálaráðherra með í þessu????  eru þeir ekki höfundar sukksins og ættu að víkja fyrst?

Þorsteinn Ingimarsson (IP-tala skráð) 20.1.2009 kl. 10:54

8 Smámynd: Ægir Óskar Hallgrímsson

Þetta snýr ekki eingöngu að Geir, það eru tveir stjórnaflokkar, og Ingibjörg Sólrún hefur viðskiptaráðuneytið, en Geir gæti tekið á FME dæminu, ef þetta væri svona einfalt, þá væri þetta mun betra, en það þarf breytingar í,

1. FME

2. Viðskiptaráðuneyti

3. Fjármálaráðherra

Ægir Óskar Hallgrímsson, 20.1.2009 kl. 23:52

Bæta við athugasemd

Nauðsynlegt er að skrá sig inn til að setja inn athugasemd.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband