Til hamingju framsóknarmenn, til hamingju Íslendingar. Ný viðreisn !!

Það fór eins og sáð var til. Til hamingju Sigmundur Davíð !!

Framsóknarmenn hafa lært að hálfur sannleikurinn er oftast mesta lygin. Þau öfl verða að hverfa úr flokknum sem brutu gegn betri vitund almennings og augljóst er orðið. Við verðum að horfa fram á veginn og leggja fortíðardrauga til hliðar um leið.

Það að blekkja kjósendur er dýrkeypt og í ljósi reynslunnar og af skelfilegri seinnitímasögu  Framsóknarflokksins gleðjumst við nýliðarnir í flokknum yfir nýjum formanni. Ég hlakka til að vinna að viðreisn Íslands með gömlum og nýjum Framsóknarmönnum. Það þarf að hlusta á alla flokksmenn og á raddir fólksins og það verður gert.

Sigmundur Davíð er sá leiðtogi sem leiða mun nýja viðreisn í íslensku samfélagi og ef við flokksmenn styðjum hann með vinnusemi og atorku þá getur Framsóknarflokkurinn komið Íslandi aftur á kortið meðal siðmenntaðra þjóða.

Sameinumst í Framsókn; við óánægðir kjósendur hinna flokkanna.

Við látum verkin tala og gefum aldrei afslátt gegn græðgivæðingunni sem kom Íslandi á kaldan klakann. Nú er lag fyrir óánægða Íslendinga að sameinast undir merkum Framsóknarflokksins, taka af skarið og stöðva þær aðgerðir ríkisstjórnarinnar sem reynst hafa þjóðinni dýrkeyptar. Hugleysi er það sem einkennt hafa þessi stjórnvöld. Seinagangur og úrræðaleysi virkar ekki á 21. öldinni enda hafa auðmenn tekið völdin af lýðræðislega kjörnum fulltrúum. Alþingi Íslendinga þarf á nýu afli Framsóknarflokksins að halda sem fyrst. Samfylkingin er rúin trausti, VG er flokkur verkkvíða og Sálfstæðismenn í sárum eftir skelfilega sambúð við Samfylkinguna.

Berjumst áfram til sigurs framsóknarmenn og konur. Það eru allir auðvitað velkominir í flokkinn. Mótmælum aðgerðaleysi ríkisstjórnarinnar sýnum fram á lausnir og áræðni en ekki verkkvíða.

Förum alla leið með nýjum formanni og varaformanni.

Menn sem vert er að styðja við bakið á. 

 


mbl.is Sigmundur kjörinn formaður
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Offari

Það eru gleðifregnir að Framsókn skuli loks vera búin að finna sinn Davíð.

Offari, 18.1.2009 kl. 18:52

2 Smámynd: Jóhannes Ragnarsson

Það er gleðilegt, Jónína, að þú skulir njóta þess í botn að velta þér uppúr óhreinsuðum flórnum í Framsóknarfjósinu. Það er ekki öllum gefið að hafa ánægju af slíkum lystisemdum.

Jóhannes Ragnarsson, 18.1.2009 kl. 18:59

3 Smámynd: Sveinbjörn Kristinn Þorkelsson

Ég óska framsóknarmönnum til hamingju með glæsilegan formann, nú er að sjá verkin.

Sveinbjörn Kristinn Þorkelsson, 18.1.2009 kl. 19:54

4 Smámynd: Heidi Strand

það er ekki nóg að hafa glæsilegan formann þegar allar gamlar syndir fylgir með.

Heidi Strand, 18.1.2009 kl. 21:09

5 Smámynd: Heimir Lárusson Fjeldsted

Heidi!

Heimir Lárusson Fjeldsted, 18.1.2009 kl. 21:45

6 Smámynd: Gísli Már Marinósson

Eg veit ekki hvort ég á að óska framsóknarmönnum til hamingju með nýja formanninn það hefur alltaf verið frekar erfitt að skilja hans talaða mál þarf helst að texta það sem hann segir í sjónvarpi það hefur greinilega ríkt mikil örvænting meðal flokksmanna í þessari kosningu, Höskuldur hefði verið betri hann er allavega skýrmæltari.

Gísli Már Marinósson, 18.1.2009 kl. 21:52

7 Smámynd: Baldur Hermannsson

Rangt Gísli. Þegar formaðurinn neyðist til að réttlæta framsóknarplottin er betra að vera þvoglumæltur og tala í orðhenglum með lærdómsyfirbragði sem enginn skilur, þá er síður hægt að hanka hann.

Baldur Hermannsson, 18.1.2009 kl. 22:28

8 Smámynd: Stefán Lárus Pálsson

Mæl kvenna heilust, Jónína! Það er Nýrri Framsókn góður liðsauki að fá að njóta dugnaðar þíns og áræðis! Við framsóknarfólk látum ekki pólitísk nátttröll, hælbíta og úrtölufólk hefta för okkar til betri framtíðar og endurreisnar þessa brotna þóðfélags. Í dag hófum við þá ferð með upp stokkun á forystu flokksins með ungu og hæfileikaríku fólki sem vill hafa heiðarleika og réttsýni að leiðarljósi. Við sögðum skilið við samtryggingu og flokksræði, við virkju samtakamátt fólksins, segjum butr með pólitískar stöðuveitingar en fagleg sjónarmið ráði. Einn maður, eitt atkvæði! Öfundarskrif nöldurseggja andstæðinganna eru eðlileg, Þar silar öfundin inní! En eðlilega mun fólk hrifast með okkur og ganga til liðs við flokkinn. Sú hreyfing er þegar hafin! 

Stefán Lárus Pálsson, 18.1.2009 kl. 22:33

9 Smámynd: Sigfús Axfjörð Sigfússon

Þetta er sami báturinn  mín kæra, það sjá allir í gegnum plottið. En framsóknarflokkurinn tollir í tískunni, hann má eiga það!

Sigfús Axfjörð Sigfússon, 18.1.2009 kl. 23:31

10 identicon

Þó ég sé ekki framsóknarmaður, þá óska ég flokknum alls hins besta. Vonandi þróast hann á betri veg með nýjum liðsmönnum. Guðmundi Steingríms og Jónínu Ben.

Höfum hugfast að það er aðeins einn hagsmunahópur í landinu sem skiptir máli. Sá hópur er þjóðin öll.

Húnbogi Valsson (IP-tala skráð) 18.1.2009 kl. 23:53

11 Smámynd: Stefán Óli Sæbjörnsson

Öfundarskrif nöldurseggja andstæðinganna eru eðlileg, Þar silar öfundin inní! En eðlilega mun fólk hrifast með okkur og ganga til liðs við flokkinn. Sú hreyfing er þegar hafin! 

Eins og ég hef sagt,það falla aldrei stór orð úr framsókanrflokknum, Ísland er að verða að fórnarlambi tækifærissinna í pólitík og græðgi.

Stefán Óli Sæbjörnsson, 18.1.2009 kl. 23:58

12 Smámynd: Jónína Benediktsdóttir

Spyrja hverja ? Ég þekki þetta fólk sem þennan glæp framdi ekkert betur en þú og hef engan áhuga á því að kynnast þeim. Spyrðu bara sjálfur og ég hlusta vel á svarið. Ég er jafn forvitin um þetta og þú. En álit þitt á mér lagast vonandi aftur með tímanum. Það ber ekki allt upp á sama daginn Baldvin minn. En láttu þetta lið sem ráðskaðist með almannafé í sálfs síns þágu fá á baukinn. Skora á þig. Ég stóð mína vakt og fékk gagnrýnina bitur og hefnigörn. Hlustaðir þú þá á mig ? Frá árinu 2000 þegar ég byraði á því að vara við óreiðumönnunum.

Jónína Benediktsdóttir, 19.1.2009 kl. 11:07

Bæta við athugasemd

Nauðsynlegt er að skrá sig inn til að setja inn athugasemd.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband