Íslendingar sameinast í Framsóknarflokknum, stærsta stjórnmálaafli viðreisnarinnar eftir bankahrunið.

Ég vissi alltaf að Íslendingar væru upp til hópa skilningsríkt fólk, að þeir tryðu á mikilvægi nýs afls breytinga eftir hið gríðarlega tjón sem örfáir gráðugir gárungar stóðu fyrir í okkar litla landi. Menn sem ætti að draga strax fyrir dómstóla. Tafarlaust !

Nú streyma óánægðir kjósendur annarra flokka inn í Framsóknarflokkinn þar sem við sameinumst í að láta þessa spillingu ekki yfir okkur ganga lengur.

Ég ber fullt traust til þeirra sem nú verma stóla Valsheimilisins að kjósa ekki áframhaldandi spillingu, að það fólk fari yfir sögu stjórnmálaflokkanna síðan græðgin tröllreið samfélaginu. Okkar fyrrum leiðtogi Steingrímur Hermannsson sá þetta fyrir, hann varaði við þessu en fékk ekki við ráðið frekar en Davíð Oddsson. Nú kjósum við formann sem er tilbúinn að ganga enn lengra og koma á fót stjórnmálaafli sem sýnir að aðgerðir vega þyngra en orðin tóm. Hvað þá baktjaldamakk og óheilindi.

Íslendingar takk fyrir að treysta því að Framsóknarflokkurinn er það afl í dag sem getur réttlætt stefnu sína í öllum málum og að fortíð hans er geymd en ekki gleymd þrátt fyrir valdarán óreiðumanna á flokknum á tímabili. Þau öfl ættu að víkja úr flokknum og skila til baka þeim fjármunum sem þeir tóku frá almenningi á vafasaman  hátt.

Ég veit við náum að rétta Ísland við saman undir fána Framsóknarflokksins. Það stendur ekki á mér að leggja þeim flokki lið, þegar tími gefst til. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Flosi Kristjánsson

Það er rétt hjá þér: Þetta er spurning um 180 gráðu stefnubreytingu, frá kjötkatla-forréttindum og pilsfaldasósíalisma.

Fólkið í flokknum þínum á mikið verk fyrir höndum og má ætla að sumum verði svimagjarnt við vendinguna!

Flosi Kristjánsson, 17.1.2009 kl. 10:02

2 Smámynd: Jónína Benediktsdóttir

Ekki stefnubreytingu heldur siðaskipti.

Jónína Benediktsdóttir, 17.1.2009 kl. 10:13

3 Smámynd: Guðbjörg Elín Heiðarsdóttir

Pass !

Guðbjörg Elín Heiðarsdóttir, 17.1.2009 kl. 12:09

4 Smámynd: Heimir Lárusson Fjeldsted

Er ekki rétt að við Framsóknarmenn kjósum Lúðvík Hermannsson sem formann til að halda þessu í fjölskyldunni. Guðmundur bróðursonur hans væri ákjósanlegur varaformaður og tæki fljótlega við.

Heimir Lárusson Fjeldsted, 17.1.2009 kl. 14:05

5 Smámynd: Jón Ingi Cæsarsson

Ja hérna... sólin farin að koma upp í vestri ?

Jón Ingi Cæsarsson, 17.1.2009 kl. 17:51

6 Smámynd: hilmar  jónsson

Ef við skoðum feril Framsóknarflokksins, ekki síst síðustu 25 ár, þá er orðið "siðaskipti" eitthvað það síðasta sem að manni dettur í hug í tengslum við flokkinn.

hilmar jónsson, 17.1.2009 kl. 18:03

7 Smámynd: Offari

Mér líst vel á að siðaskipti verði tekin upp í öllum flokkum. Opin prófkjör og spillingin afnumin. Vonandi tekst að laga þetta.

Offari, 17.1.2009 kl. 18:15

8 Smámynd: Árni Gunnarsson

Bíðum við, hvað er að gerast? stærsta stjórmálaafli............!

Eru tölvurnar með innskráningu nýrra félaga sprungnar vegna álags?

Árni Gunnarsson, 17.1.2009 kl. 18:33

9 Smámynd: Hólmdís Hjartardóttir

Mikið ertu bjartsýn Jónína.

Hólmdís Hjartardóttir, 17.1.2009 kl. 21:34

10 Smámynd: Þorvaldur Guðmundsson

Bara það að spillingarguðinn Halldór Ásgrímsson sendi kveðjur á fundinn varð til þess að mér rann kalt vatn milli skinns og hörunds. Hvað segja framsóknarmenn í myndatöku núna ef ekki má segja SÍS? Kannski plaese.

Þorvaldur Guðmundsson, 17.1.2009 kl. 21:48

11 Smámynd: Þóra Guðmundsdóttir

Ef Framsókn á að eiga einhverja von, verðið þið að kjósa Sigmund Davíð í formannssætið.

Þóra Guðmundsdóttir, 17.1.2009 kl. 22:01

12 Smámynd: Gísli Már Marinósson

Núna eigið þið nýju frammarar að losa ykkur við gömlu spilltu þingmennina sem sitja enn á þingi og eiga stóran þátt í fjármálakreppunni og óreiðunni sem einkenndi bankana ef þið losið ykkur við þá á flokkurinn kannski einhverja von

Gísli Már Marinósson, 17.1.2009 kl. 22:38

13 Smámynd: hilmar  jónsson

Gísli væri ekki heibrigðara að losa sig við flokkinn ?

hilmar jónsson, 17.1.2009 kl. 22:39

14 Smámynd: Jóhannes Ragnarsson

http://joiragnars.blog.is/blog/joiragnars/entry/773998/

Jóhannes Ragnarsson, 17.1.2009 kl. 23:29

15 Smámynd: Alma Jenny Guðmundsdóttir

Sá sem ekki skilur sök - getur ekki breytt neinu og engin ástæða til.

Það var Valgerður Sem tók þá ákvörðun sjálf - viðtal í Mbl., að ekki skyldi setja fjármálalífinu neinar sérstakar skorður, heldur yrði FME eflt!

Því skyldi hún þá aldrei hafa gert það ?

Páll Magnússon var þá aðstoðarmaður ráðherra - og er spilliköttur hinn mesti - það var ljótt mál þegar kona hans og fleiri ,,eiginkonur" framsóknarstjórnmálamanna, eyðilögðu margra ára flokksstarf Framsóknarkvenna í Kópavogi.

Það var nú ekki mikið lýðræðið þar.  Ég vona Framsóknarmanna sem vilja breyta áherslum, vilja fara í siðferðiseflingu ná þá að koma mestu spillingaröflunum frá.  Halldór Ásgrímsson, Valgerður Sverrisdóttir (Gift og fl.), Finnur Ingólfsson, Ólafur Ólafsson Samskipum, Baugs-lögmenn og svo mætti áfram telja.

Einhvern veginn hefur mér hugnast Höskuldur Þórhallsson vel, hann hefur verið öflugur í málflutningi, ekki síst í menntamálum þjóðarinnar.  Þá er Sigmundur eldklár náungi og hafa mér fundist margar af hans hugmyndum góðar - en ef  siðferði skortir þá skortir allt.

Það kennir sagan okkur og sýnir stöðu okkar í dag. 

Alma Jenny Guðmundsdóttir, 18.1.2009 kl. 00:08

16 Smámynd: Alma Jenny Guðmundsdóttir

Æi - sé að síðustu orð mín gætu þýtt að Sigmundur væri þátttakandi í spillingu en þannig á það ekki að vera - ég þekki ekki til neins slíks þar.

Er bara að reyna að segja að við höfum lög og reglur - en við notum það ekki.  Þá er til annar mælikvarði á brot sem heitir siðferði - og það virtist mörgum Framsóknarmanninum týnt.

Batnandi mönnum er best að lifa og þeir sem vilja gefa þessu fólki annað tækifæri gleðjast örugglega við siðbót Framsóknarflokksins. 

Alma Jenny Guðmundsdóttir, 18.1.2009 kl. 00:11

17 Smámynd: Sólveig Þóra Jónsdóttir

Aldrei mun ég kjósa Framsóknarflokkinn . Lítum á söguna. Verðtrygging. Kvótinn á fiskinn. Hvorutveggja  kom Framsóknarflokkurinn á. Eins hefur þessi flokkur verið hvað mest spilltur þegar kemur að hver þekkir hvern.

Sólveig Þóra Jónsdóttir, 18.1.2009 kl. 01:16

18 Smámynd: Sverrir Stormsker

Að ætla sér að hreinsa spillingu úr Framsóknarflokknum er einsog að ryksuga hús sem er gegnétið af veggjatítlum. Það verður að brenna kofann til grunna.

Sverrir Stormsker, 18.1.2009 kl. 04:44

19 Smámynd: Sigurður Sveinsson

Framsóknarflokkurinn er andaður. Það á bara eftir að kasta rekunum. Ég bíð eftir tilkynningu um að jarðarförin hafi farið fram í kyrrþey.

Sigurður Sveinsson, 18.1.2009 kl. 07:36

20 Smámynd: Guðbjörg Elín Heiðarsdóttir

Sverrir, ég get ekki annað en verið sammála þér. Burt með alla flokka... kjósum persónur sem eru ekki siðspilltar.  

Guðbjörg Elín Heiðarsdóttir, 18.1.2009 kl. 09:52

21 Smámynd: Guðbjörg Elín Heiðarsdóttir

Er ekki komið nóg af allri spillingu í þessu landi, þar sem Framsóknarflokkurinn tók stóran þátt í ?  Það er verið að setja ungar barnafjölskyldur á hausinn, fólk sem skuldar innan við 5 milljónir. Í gjaldþrot vinurinn, segir einn bankinn hér á landi, viljum ekki semja um skuldina. Þetta er staðreynd, þetta er fólk sem er að byrja lífið, komið jafnvel í sitt '' eigið '' húsnæði með 3-4 ung börn. Finnst ykkur þetta ekki flott ? Þetta er Ísland í dag. Og hvað segja ráðamenn þjóðarinnar um þessi mál ?EKKI NEITT !

Guðbjörg Elín Heiðarsdóttir, 18.1.2009 kl. 09:59

22 Smámynd: Stefán Óli Sæbjörnsson

Framsóknarflokkurinn er einmitt rétti flokkurinn, algerlega óspilltur og átti engan þátt í bankahruninu. Come on !!!

Stefán Óli Sæbjörnsson, 18.1.2009 kl. 14:03

23 Smámynd: Ragnar Þór Ingólfsson

Satt best að segja skildi ég nú aldrei af hverju þú ákvaðst að fara í framsókn.

Hef lesið marga af annars ágætum pistlum þínum í baráttunni gegn baugsmafíunni. Held að fjallið sem þú reynir að sigra núna sé ófært úr jörðu og lofti.

Hefði viljað sjá kröftum þínum borgið gegn þessum óflokkum öllum saman. Það er aldrei of seint að hætta við. Ég mæli eindregið með því Jónína.

Að reyna að siðbæta framsókn er álíka gæfulegt og trúverðugt eins og afhommun hjá Gunnari Krossinum. Ég myndi fekar veðja á Gunnar.

Kveðja

Ragnar  

Ragnar Þór Ingólfsson, 18.1.2009 kl. 15:51

Bæta við athugasemd

Nauðsynlegt er að skrá sig inn til að setja inn athugasemd.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband