Gott ad Framsoknarmenn eru ad vakna.

Thad er gaman ad fylgjast med ahuga manna um formannskjordi og hvernig unga folkid aetlar ad koma med nyja syna a spillingaroflin og koma theim ut ur flokknum. Eg hlakka til thess ad sja hvernig formannsefnin na ad syna fram a leidtogahaefileika sina. Framsoknarflokkurinn tharf sterkan leidtoga. Mjog sterkan leidtoga sem er hugrakur og thorir ad tala mannamal.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jón Snæbjörnsson

úúúfffff þar eru margir með timburmenn, athyglisbresti og veruleikafyrringu - en nýtt sakluast ferskt blóð getur vissulega gert margt gott fyrir íslenskt bændaþjóðfélag

Jón Snæbjörnsson, 7.1.2009 kl. 09:36

2 Smámynd: Sigurbjörg Níelsdóttir

Áfram framsókn og upp með baráttuna.

Sigurbjörg Níelsdóttir, 7.1.2009 kl. 11:15

3 Smámynd: Salvör  Kristjana Gissurardóttir

Framsóknarflokkurinn þarf ekki frekar en aðrir stjórnmálaflokkar á Íslandi sterkan foringja með lipran talanda. Framsóknarflokkurinn þarf framsýna, samstillta og víðsýna forustusveit sem nær að virkja fólk með sér. Stjórnmálaflokkar eru grasrótarsamtök, ekki tún í eigu einstakra bænda.

Salvör Kristjana Gissurardóttir, 7.1.2009 kl. 11:57

4 identicon

Innviðir þessa flokks eru gjerspilltir og breytast ekki þó skipt verði um örfáar manneskjur. Ég vona svo sannarlega að þetta krabbamein í íslensku þjóðfélagi lognist út af í næstu kosningum. Að hugsa sér t.d. Jónínu Ben sem stutt hefur hingað til flokkinn sem er Íslandsmeistari í spillingu Sjálfstæðisflokkinn, og þegar hún yfirgaf þann flokk þá velur hún flokkinn sem er í öðru sæti hvað spillingu varðar. Framsóknarflokkurinn á stóran þátt í því hvernig komið er fyrir þjóðinni og bara nafnið ætti að vera bannað eins mikið og þessi flokkur hefur skaðað þjóð sína. Undarlegt að fólk geti ekki fundið skoðunum sínum farveg annarsstaðar en í afdönkuðum spillingarfloki eins og Framsóknarflokknum. Það er þetta hjá okkur íslendingum að vera í liði sem hefur einkennt þessa flokkapólitík okkar. Að vera í liði og þá kýs maður flokkinn sinn hvað sem tautar og skiptir þá engu máli hvort flokkurinn sé gerspillt úrhrak, maður kýs hann samt. Þetta hefur orðið okkur dýrkeypt og ættum við að læra af reynslunni og reyna hafa vit til að breyta til og gera eitthvað annað en að kjósa enn eina ferðina gjörspilltan Framsóknarflokk.

Valsól (IP-tala skráð) 7.1.2009 kl. 13:43

5 Smámynd: Guðbjörn Guðbjörnsson

Sæl Jónína!

Þetta er í grunninn rétt hjá þér. Allir stjórnamálaflokkar þurfa sterkan leiðtoga, en þessi leiðtogi þarf að vera prýddur mörgum kostum. Hann má alls ekki vera prýddur þeim eina kosti að laða til sín fylgi - það er þó mikill kostur.

Nei, leiðtoginn - og reyndar flokkurinn allur - þarf að hafa heilsteypta og trúverðuga framtíðarsýn.

Þetta allt hafði Sjálfstæðisflokkurinn árið 1991 og þetta allt saman einkenndi flokkinn í u.þ.b. 10 ár. Það var síðan upp úr 2002-2003, þegar allir "gömlu" mennirnir, sem pössuðu upp á jafnvægið í Sjálfstæðisflokknum dóu út.

Jafnvægið byggist á að jafnvægi sé ekki aðeins meðal þeirra, sem kjósa flokkinn, heldur einnig á meðal fulltrúanna á Alþingi. Á þessum tíma voru menn á borð við Einar Odd Kristjánsson, Pétur Sigurðsson og Albert Guðmundsson á Alþingi, menn sem höfðu tengingu við landsmenn. Þessi tenging hefur því miður verið rofin, því menn á borð við Sigurð Kára, Birgi Ármanns, Illugi Gunnarsson og hvað þeir nú allir heita, hafa tekið sæti, sem virðast ekki hafa sömu tengingu við okkur þetta venjulega fólk. Þetta fólk - líkt og sumir í Framsóknarflokki og Samfylkingu - virðast halda að nóg hafi verið að vera í sambandi við "peningafólk", sem kom þeim á þing. Þetta er misskilningur - ekki síst í kreppu sem þeirri sem við erum í!

Guðbjörn Guðbjörnsson, 7.1.2009 kl. 21:37

6 Smámynd: Gunnar Þór Ólafsson

Jónína ,ég óttast að vonbrigði þín verði mikil..

Ég get tekið undir hvert orð hjá Guðbirni hér að ofan þetta er að hluta til stóra meinið hjá þingheimi.Mikið af menntuðum heimskingjum.

Til gamans að geta

Þegar við í vor Trukkamenn vorum einhverju sinni á Austurvelli þá var verið að hleypa út í frímínútur á Þingi og gengu alþingismenn framhjá okkur,svo steinrunnir og með svo samanbitnar varir að þeir líktust helst naglbítum í framan,með  tveim undantekningum þó , þar voru óbreyttur Birgir Jónsson og svo  Jóhanna Sig en hún gaf sér kannski tíma til að tala við okkur af því hún er nú bara Ráðherra.

Allir og þeir voru margir flýttu sér og sumir þótt ótrúlegt sé hlupu framhjá,og þar á meðal voru þingmenn sem höfðu jafnvel komið í heimsókn til mín og falast eftir atkvæðum okkar heima hjá mér

Gunnar Þór Ólafsson, 7.1.2009 kl. 22:04

7 Smámynd: corvus corax

Ný sýn á spillingaröflin í framsóknarflokknum? Mér sýnist uppvakningurinn taka upp sömu siði og hann var frægastur fyrir, spilling og bræðravíg eins og í lélegustu bíómynd frá USA. Framsóknarflokkurinn mun ekkert breytast af því að hyskið þar hefur óþverrann í blóðinu.

corvus corax, 7.1.2009 kl. 22:14

8 Smámynd: Sigfús Axfjörð Sigfússon

Það er ótrúlegt að þú skulir taka þér stöðu í þessu spillingarbæli sem þú ert búin að vera svo dugleg að gagnrýna. Ertu búin að gleyma?

Sigfús Axfjörð Sigfússon, 8.1.2009 kl. 06:53

9 Smámynd: Sesselja  Fjóla Þorsteinsdóttir

Það er öruggt að ég kem mér í þann flokk sem þú vinnur með. Á þing með þig kona.  Það er gott að fylgja fólki eins og þér.

Sesselja Fjóla Þorsteinsdóttir, 11.1.2009 kl. 00:15

10 Smámynd: Guðjón Sigþór Jensson

Hefur Framsóknarflokkurinn ekki verið nánast meðvitundarlaus síðasta áratuginn?

Mosi

Guðjón Sigþór Jensson, 13.1.2009 kl. 18:22

Bæta við athugasemd

Nauðsynlegt er að skrá sig inn til að setja inn athugasemd.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband